Eins og margir vita, þá fékk Bjarni Skúlason úr Ármanni gull á Opna finnska (EJU B-mót) um daginn í 90 kg flokki. Aðrir keppendur voru (vona að ég gleymi engum):

Höskuldur Einarsson, JR, -60 kg
Snævar Jónsson, JR, -73 kg
Axel Ingi Jónsson, JR, -81 kg
Máni Andersen, JR, -90 kg
Gunnar Sigurðsson, JR, -100 kg
Hjördís Ólafsdóttir, JR, -63 kg
Anna Soffía Víkingsdóttir, JR, -70 kg (5-6. sæti)
Gígja Guðbrandsdóttir, JR, -70 kg (5-6. sæti)

Ég nenni ekki að rekja gang mála, en þeir sem vilja skoða “Contest Sheet”-in geta fundið þau hér:
http://koti.mbnet.fi/~mehtonen/jfo2002/index.html

Nú er liðið í æfingabúðum í Finnlandi en svo held ég að einhver hluti liðsins keppi í Malmö á Opna sænska um næstu helgi. Þar slæst Vernharð Þorleifsson í hópinn, en hann hefur verið að ná sér af rifbeinsbroti.