Nú var ég að heyra af US cup mótinu í connecticut. þar stóð Íslenska liðið sig með prýði og vann tvo gullpeninga. Ragnar Karel vann sinn flokk, og svo skilst mér að Sigríður hafi unnið poomsae flokkinn sinn.
Bjössa gekk ekki eins vel og tapaði fyrsta bardaga gegn bandaríkjameistara í -78kg.

Þess má geta Ragnar mætti svo andstæðingi Bjössa í svokölluðu US Cup champion fyrirkomulagi og tapaði 13-3, þannig að sá drengur hefur heldur betur verið sterkur andstæðingur.

Sígríður Valdimarsdóttir tók svo svartbeltispróf í gærkvöldi og vona ég að hún hafi staðist og ætti svartbeltatala íslendinga að hafa hækkað um einn.

frekari upplýsingar eru vel þegnar.

jollyboy6
jollyboy6