Sælir bardagasnillingar. Ég er sjálfur gamall karate maður og æfði það þegar ég var krakki og hafði mjög gaman af, en eins og svo margir aðrir krakkar þá hætti ég. Ég sé mikið eftir því að hafa hætt og vitaskuld er maður löngu búinn að detta úr formi og fljótur að gleyma þessu öllu saman. En núna langar mig að byrja aftur og ég er að spá hvort það sé mikið mál að koma aftur inn í hlutina. Er málið að byrja alveg aftur frá grunni eða koma inn þar sem maður skildi við eða jafnvel fara í eitthvað annað eins kung fu eða box eða ju jitsu.