Fyrsta dæmi: Ég hef heyrt af íþrótt sem heitir Scientific Fighting í Ræktinni eða eitthvað álíka. Ég hef ekki prófað þá “íþrótt” en tveir vinir mínir sem vita mikið til sjálfsvarnaíþrótta gerðu það. Gaurinn sem er með þetta er ekki menntaður í einni einustu bardagaíþrótt en hefur prófað sitthvað, (tveir mánuðir í kick-boxi eða eitthvað) en hefur flest sitt úr myndböndum, en það er regla í bardagaíþróttujm að maður þurfi að hafa meistara eða kennara með meistara til að geta kennd eða leiðbeind í bardagaíþróttum, en þessi gaur hefur haft hvorugt. Þeir sem eru að æfa þarna eiga að æfa í skóm til að líkja eftir raunverulegum bardaga úti á götu, en einnig eiga þau að klæðast hlífum sem svipa til hlífa í íshokkí (hverjar eru líkurnar að maður klæðist í íshokkí hlífum úti á götu) til að vernda sig fyrir meiðslum. Þegar gaurinn er að sýna hvernig á að læsa andstæðinginn í jörðinni er ekki gert ráð fyrir því að andstæðingurinn berjist á móti sem mun líklega gerast í raunverulegum bardaga. Annað dæmi er gaur sem kennir á Lífvarða námskeiði í Kringlunni. Námskeiðið kostar 200-300 þús. á viku og er þetta er 2ja vikna námskeið og það eru alltaf 12-16 manns á þessum námskeiðum. Gallinn við þetta námskeið er að maður lærir kick-box af manni sem lærði kick-box í 2 mánuði. Hvorugur þessara gaura er til í að senda nemendur sína í keppni við nemendurna hans Jimmy (sem er leiðbeinandi minn) einnig þora þeir ekki sjálfir að keppa við nemendurna hans Jimmy vegna þess að þá fá allri að sjá hversu mikið rugl þetta er sem þeir eru að kenna. Glatað fé. Ég skrifa þessa grein vegna þess að ég er orðinn þreyttur á sjá svindlara græða á tá og fingri á bardagaíþróttum, en þeir sem kunna eitthvað græða ekkert. Til er alltof mikið af gaurum sem þykjast kunna bardagaíþróttir en gera það ekki, og það getur verið hættulegt þeim sem eru að æfa hjá þessum gaurum.
Endilega gefið ykkar álit á þessum gaurum.