Í umræðunni um bardagaíþróttir á ólympíuleikunum hefur því verið fleygt að Grísk- Rómversk glíma sé ekki bardagaíþrótt. Er það ekki svolítið þröngsýnt að halda því fram að aðeins austurlenskar íþróttir séu bardagaíþróttir? Hvað með Rússnesku íþróttina Sambo, eða shoot-fighting (sem er reyndar blanda af Judo, Muay Thai, Grísk Rómverskri glimu, o.fl. íþróttum)og aðrar mixed íþróttir? Grísk Rómversk glíma er viðurkennd á Mixed Martial Arts mótum eins og Ultimate Fighting Championsship, No Halds Barred, og World Fighting alliance. Á síðustu árum hafa einnig komið fram margar nýar íþróttir sem minna mikið á Shoot-Fighting, og Grísk Rómverska glímu, eins og Pit-Fighting, Street-Fighting og Warrior fighting (sem einhver nördaklúbbur í Oklahoma þróaði og sendi keppanda í UFC með virkilega slæmum árangri), en flestar þessar íþróttir hafa verið þróaðar af mönnum sem vilja keppa í Mixed Martial Arts mótum. Afhverju má ekki kalla vesturlenskar íþróttir bardagaíþróttir?
Endilega gefið ykkar álit.