Gunnar Nelson (umfjöllun um gengi hans) Tók saman góðar greinar frá www.combat.blog.is. Gunni er að gera ótrúlega hluti úti og vona ég að hann verði til þess bolta íþróttum verði aðeins hliðrað fyrir alvöru árangri!

Gunnar sigrar opna Breska mótið

Það er skammt stórra högga á milli hjá okkar manni. Um síðustu helgi vann Gunnar geysigóðan sigur í MMA á Adrenalínmótinu í Kaupmannahöfn, þar sem hann rotaði Iran Mascarenhas, og í gær gerði hann sér lítið fyrir og tryggði sér breska meistaratitilinn í -80kg flokki á Opna breska meistaramótinu í grappling (2008 GB Grappling Open National Championship) sem fram fór í Derby á Englandi. Mótið var með útsláttarsniði en Gunni glímdi fjórar glímur og vann þær allar, tvær á stigum og tvær á fullnaðarsigri með RNC. Sigur á mótinu gefur rétt til þátttöku á FILA heimsmeistaramótinu (FILA World Grappling Championship) sem fram fer í Lucerne í Sviss 20. og 21. desember í vetur. Þess má geta að enska grappling landsliðið er valið út frá þessu móti og Englendingurinn sem tapaði fyrir Gunnari í úrslitunum fær því sæti í enska landsliðinu enda Gunnar Íslendingur og stoltur af því! Gunnar hefur þó þátttökurétt á HM í Sviss en það verður að koma í ljós hvort hann nýtir sér þann rétt. RÚV birti frétt um þetta í útvarpfréttatímanum í gær.

Gunnar Nelson Íslandsmeistari í BJJ

Gunnar tók þrenn gullverðlaun (eða öll sem voru í boði fyrir hann) á fyrsta Íslandsmeistaramótinu í Brasilísku Jiu Jitsu (BJJ) var haldið í húsnæði Glímufélagsins Ármanns um síðustu helgi, nánar tiltekið sunnudaginn 26. október. Hann sigraði sem sagt opna karlaflokkinn, -88 kg flokkinn (vigtaði inn 81,4 kg í gi) og sigraði hann liðakeppnina líka en sigurlið Mjölnis var skipað honum, Bjarna Baldurs og Jóhann Helga (þó ekki keflvíski söngvarinn). Gunni sigraði allar sínar glímur af öryggi og fékk ekki á sig eitt einasta stig í öllu mótinu. Hann er því fyrsti opinberi Íslandsmeistarinn í BJJ.

Mótið var frábært í alla staði en 42 keppendur tóku þátt frá fjórum félögum sem stunda BJJ og það er gríðarlega gaman að sjá hversu hratt íþróttin hefur vaxið síðustu ár enda er BJJ orðin ein af vinsælustu bardagaíþróttum landsins. Á Íslandsmeistaramótinu var keppt í þyngdarflokkum karla, opnum flokki karla og kvenna sem og liðakeppni félaga.

Keppendur frá klúbbnum okkar Mjölni voru afar sigursælir en klúbburinn var með langflesta sigurvegara á mótinu og jafnframt flesta þátttakendur. Mjölnismenn sigruðu fimm af sex þyngdaflokkum, auk þess að sigra í liðakeppni og opnum flokki karla.

Sigurvegarar flokkanna voru þessir: Í -67 kg flokki sigraði Halldór Már Jónsson, Mjölni. Í -74 kg flokki sigraði Tómas Gabríel, Mjölni, Í -81 kg flokki sigraði Jóhann Helgason, Mjölni. Í -88 sigraði Gunnar Nelson, Mjölni. Í -99 sigraði Haraldur Óli, Fjölni. Og í þyngsta flokknum (+99) sigraði Bjarni Már Óskarsson, Mjölni. Í kvennaflokki sigraði Kristín Sigmarsdóttir frá Pedro Sauer og í opna karlaflokknum sigraði Gunnar Nelson, Mjölni.

Mjölnir saknaði sárlega Auðar Olgu en hún er í Svíþjóð og gerði sé lítið fyrir og vann til silfurverðlauna á Scandinavian Open þessa sömu helgi. Frábær árangur hjá henni. Þá forfallaðist Sólveig Sigurðardóttir (hans Jóns Viðars) á síðustu stundu vegna veikinda. Þeim sem hafa áhuga á nánar upplýsingum um mótið og úrslit þess er bent á frétt á vefsetri BJJ Samband Íslands. Það er einnig gaman að segja frá því að mótinu voru gerð góð skil í fjölmiðlum, því það birtist fréttir af því á Mbl, Vísi og DV svo eitthvað sé nefnt. Einnig var fín umfjöllun um mótið í fréttatíma RÚV um kvöldið. Þá kom heilsíðuviðtal við Gunna í DV þriðjudaginn 28. okt. um mótið, síðustu sigra hans og framtíðarplön (hér er PDF skrá með því viðtali).

Talandi um framtíðarplön þá er Gunnar núna kominn til New York þar sem hann æfir allt upp í 4 sinnum á dag 6 daga vikunnar hjá Renzo Gracie (sjá líka blogg frá því að Renzo kom hingað til lands í júní). Gunni býr í Queens og er aðeins ca. 5 mínútur í rútu eða lest í Renzo Gracie Jiu-Jitsu Academy í Manhattan þar sem hann æfir. Aðstaðan þar til æfinga er frábær og alls æfa um 40 svartbeltingar reglulega hjá klúbbnum, þar af margir meðal þeirra bestu í heimi (Gunni var t.d. að glíma við Ricardo Almeida). Svo ekki sé nú talað um allan fjöldann sem bera önnur belti. Þetta verður því ómetanleg reynsla fyrir Gunna.


Gunnar sigraði í Meistarakeppni Norður-Ameríku!

Gunnar gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi og vann bæði til gull- og silfurverðlauna í Meistarakeppni Norður-Ameríku í uppgjafarglímu (North American Grappling Championship) en keppnin fór fram í New Jersey í gærkvöldi á vegum NAGA (North American Grappling Association). Þetta er gríðarlega fjölmenn og erfið keppni í íþróttinni og sigur í henni veitir fjölda stiga á styrkleikalistanum. Gunnar keppti bæði í noGi og Gi og í úrslitunum í noGi (Middle Weight) sigraði hann hinn þaulreyna “Macaco” Jorge Patino frá Brasilíu en sá á m.a. að baki 44 bardaga í MMA (hér er HL video með Macaco). Macaco er afar vel þekktur innan heims bardagaíþróttanna, bæði sem keppnismaður og kennari, en hann rekur m.a. fjölda bardagaíþróttaskóla í Brasilíu með yfir 4000 nemendum að eigin sögn. Það þarf ekki að taka fram að sigur Gunna á “Macaco” Jorge Patino í gærkvöldi vakti gríðarlega athygli.

Gunnar vann svo einnig til silfurverðlauna í Gi (Cruiser Weight), þ.e. þeim hluta keppninnar en þar er keppt í búningi eins og þeim sem notaður er í Brasilísku Jiu Jitsu og Júdó. Í úrslitum í Gi mætti Gunnar öðrum vel þekktum kappa, Dan Simmler, en Simmler er með sinn eigin skóla í Massachusetts. Eins og sjá má á vefsetri skólans hefur Dan keppt stöðugt frá 1999 og m.a. verið í einu af 5 efstu sætunum á bandaríska grappling styrkleikalistanum í 7 ár, þar af 4 ár í efsta sæti listans. Í fyrra vann hann til tvennra verðlauna í Pan-American Jiu-jitsu Championships og í ár vann hann gullverðlaun í noGi í Pan-American svo fátt eitt sé nefnt. Hann undirbýr sig fyrir keppnir m.a. með 6 földum USA meistara, fyrrum heimsmeistar og margföldum Ólympíuverðlaunahafa í júdó, Jimmy Pedro.

Eins og sennilega flestir sem lesa þetta blogg vita þá dvelst Gunnar nú í New York við æfingar hjá Renzo Gracie og Renzo var víst í skýjunum yfir árangri Gunna í gær eins og við öll auðvitað. Þess má geta að rúmlega 70 mínútna heimildarmynd um æfi Renzo var frumsýnd á U.S. Sports Film Festival í lok október en myndin mun koma út á DVD í Bandaríkjunum um miðjan nóvember.


Gunnar sigrar á Pan Jiujitsu

Gunnar dróst gegn engum öðrum en Clark Graice í fyrstu umferð í PAN JIU-JITSU CHAMPIONSHIP 2009. Clark Gracie er heimsþekktur BBJ maður og eins og margir vita úr innsta hring Gracie ættarinnar. Faðir hans er Carley Gracie sem er 8. gráðu svartbelti í BJJ og m.a. brasilískur meistari 1969-1972, bæði í BJJ og Vale Tudo. Afi Clark er enginn annar en Carlos Gracie sem er einn upphafsmanna BJJ. Sjálfur ólst Clark Gracie auðvitað upp í BJJ gallanum og er margverðlaunaður en meðal verðlauna hans undanfarin ár má nefna gullverðlaun á ameríska meistaramótinu 2005 og 2006 og silfurverðlaun 2007. Jafnframt hlaut hann annað sæti 2007 á heimsmeistaramótinu í No-Gi. Clark rekur tvo BJJ og MMA klúbba í San Diego og faðir hann rekur einnig slíkan klúbb í San Francisco.

Sennilega veðja ekki margir á að Gunni komist áfram gegn Clark Gracie en ég fyrir mitt leyti er sannfærður um að Gunni mun koma á óvart og Clark mun þurfa að hafa fyrir hlutunum.

Clark Gracie er auðvitað náfrændi Renzo Gracie sem er ansi athyglisvert í ljósi þess að Gunni æfir eins og flestir vita undir leiðsögn Renzo í New York.

Vignir Már keppti í gær í millivigt (hvítt belti) öldunga og stóð sig vel en tapaði á stigum (eftir Takedown) í fyrstu umferð og féll úr keppni.

Gunni hafði ætlað sér að keppa í opnum flokki í dag en fékk það ekki því þeir voru víst of margir skráðir í flokkinn þannig að hann þurfti að víkja, sennilega af því að hann er ekki heimamaður.

Gunni gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í sínum flokki á PAN JIU-JITSU CHAMPIONSHIP 2009. Ekki nóg með að hann ynni hinn þekkta Clark Graice í fyrstu glímunni heldur hélt hann áfram og sigraði 5 andstæðinga alls, þar af Bruno Alves (silfurverðlaunahafa frá síðasta heimsmeistarmóti) í úrslitunum á hengingartaki!

Leiðinn að gullinu myndbönd er hægt að sjá með því að smella á >> Smella hér til að sjá leiðinna að gullinu


Gunnar með gull og brons á New York Open

Gunnar vann bæði til gull- og bronsverðlauna á New York International Open Jiu-Jitsu Championship 2009 í gærkvöldi. Hann vann gullverðlaunin í sínum flokki og bronsverðlaunin í opnum flokki. Þess má geta að Gunnar var hársbreidd frá því að komast í úrslit í opnum flokki en hann tapaði með minnsta mögulega stigamun í undanúrslitunum (1 advantage) gegn sér miklu þyngri manni. Hann sigraði tvær af glímum sínum á hengingum, þ.á.m. úrslitaglímuna í sínum þyngdarflokki, en hinar á stigum. Gunni kemur heim á fimmtudaginn (sumardaginn fyrsta) en stoppar ekki mjög lengi því hann stefnir á þátttöku í heimsmeistarakeppninni í byrjun júní.


Gengi Gunnars á Mundials

Ætla aðeins að fara yfir gengi Gunnars á Heimsmeistaramótinu í Jiu-Jitsu (Mundials). Gunni tók bæði þátt í opnum flokki og millivigtinni í brúnbeltaflokki en hátt í hundrað keppendur voru í opna flokknum og rúmlega fjörutíu í millivigtinni, enda heildarfjöldi keppenda í Mundials hátt í tvö þúsund. Einhverra hluta vegna þá eru opnu flokkarnir á undan þyngdarflokkunum og á föstudeginum mætti Gunni heimsmeistaranum Ryan Beauregard í opnum flokki eins og fram kemur í fyrri færslu. Ryan sigraði með tveimur stigum sem hann fékk fyrir kast eða takedown en liðsfélagar Gunnars frá Renzo Gracie Akademíunni (RGA) voru mjög ósáttir við þá dómgæslu eins og sjá má á þessum pistli sem birtist af vefsetir RGA:

In the brown belt absolute earlier in the day our favorite Viking fighter and 2009 Pan AM and NY OPEN champion Gunnar Nelson fought a tough battle against last year's Leve World Champ Ryan Beauregard( his opponent this year is fighting at Middle weight so even if it was absolute from a weight point they were even).
The clue point of this match was right at the beginning. Gunnar's opponent attempted a drop Seoi Nage. Gunnar stuffed the throw, and proceeded to attack the back. After a battle to control the turtle Gunny ended up on bottom. Unfortunately the ref raised the hand to award Beauregard the two points that decided the match (no more points were scored; his opponent was in my opinion stalling for most part of the match).
This was probably a very controversial call (but not the only one in a long day of BJJ fights). It's true that the opponent initiated the take down, but as Gunnar proceeded to attack the back for a few seconds there was no real continuation of the action, and being the turtle a neutral position the opponent should have not been awarded those points. Gunnar will be fighting again tomorrow in his regular weight division.

Hvað um það, þar með var Gunni úr leik í opnum flokki enda Heimsmeistaramótið útsláttarkeppni, þ.e. ef þú tapar þá ertu úr leik. Þó þetta hafi verið í opnum flokki þá er Ryan í sama þyngdarflokki (millivigt) og Gunni og við vissum að ef Gunni ynni Alexander Vamos í fyrstu glímu sinni í millivigtinni daginn eftir væru nokkrar líkur á því að hann fengi að reyna sig aftur við Ryan, því þeir voru í sama armi í útdrætti þyngdarflokksins. Gunni sagði mér í símanum á föstudagskvöldið að hann vonaðist til að mæta Ryan aftur á laugardeginum því hann hygðist hefna ósigursins í opna flokknum.

Þetta gekk eftir því á laugardeginum sigraði Gunni fyrstu glímuna með henginartaki á meðan Ryan Beauregard sló út Bruno Alves, þann hinn sama og Gunnar sigraði í úrslitum á Pan Am í mars. Glíma Gunnars og Ryan varð að hörkuslag þar sem Gunni hafði betur allan tímann og var yfir á stigum þegar Ryan hreinlega fór á taugum. Þegar heimsmeistarinn sá að Gunnar var að sigra hann og honum gekk ekkert að ná að jafna glímuna missti hann sem snöggvast stjórn á skapi sínu og hrinti Gunnari eftir að dómarinn hafði stöðvað glímuna til að færa hann inn á miðju vallarins. Honum var þá umsvifalaust vísað úr keppni. Gunnar hélt sigurgöngu sinni áfram, sigraði næstu glímu á stigum og svo þá fjórðu í undanúrslitunum einnig á stigum en það var gegn Bruno Allen gullverðlaunahafa í opnum flokki frá Suður-Ameríkumótinu 2008. Þar með var Gunni kominn í úrslit á Heimsmeistaramótinu!

Í úrslitunum mætti Gunnar hinum geysisterka Gabriel Goulart frá Alliance. Gunnar sótti meira í úrslitunum og vann sér inn tvö svokölluð Advantage. Þegar um 30 sekúndur voru eftir af glímunni var Gunnar ofan á andstæðingi sínum og þegar Gabriel reyndi sweep svaraði Gunni með armbar en náði ekki að klára hann og Gabriel endaði í guardinu hjá Gunna. En fyrir þetta fékk Gabriel 2 stig og þau skyldu að 30 sekúndum síðar þegar tíminn rann út og Gabriel náði gullinu. Hér fylgir lýsing liðsfélaga Gunnar sem birtist á RGA vefnum síðustu nótt. Leyfum þeim að lýsa þessu:

An unlucky draw saw two RGA team members face each other in the first round: Alex Vamos from Joe D'arce's school and our favorite Viking friend Gunnar Nelson.
Alex attacked hard Gunni's legs, but the good technique and flexibility of the Icelandic wonder nullified every submission attempt and cruised to win the match on points.
Gunni's good start turned out to be a good omen.
He proceeded to crush with cool temperament all his sequent opponents.
In a much anticipated rematch from the previous day's absolute, Gunni had the chance to face again high caliber US fighter Ryan Beauregard.
Just to refresh everyone's memory Gunni lost by a weak ref call the previous day when Ryan was awarded 2points from a drop seoi nage that we all felt was incomplete.
With Gunni this time up on points Ryan attempted a dbl leg take down towards the end of the tatame perimeter. Gunni's reflexes stuffed brilliantly the shot and the ref momentarily asked the competitors to stop fighting to bring back the action to the middle of the mat.
Ryan, unprovoked by an always stone faced Gunnar, pushed violently our teammate on the chest towards the bleachers.
The ref following IBJJF regulation DQed Ryan on the spot, and raised Gunnar's hand in victory.
The final match of the middle weight brown belt division saw Gunnar face Fabio's Gurgel's pupil and 2008 Middle Weight and Absolute Purple belt champ Gabriel Goulart. As the match started Gunni's strong passes were matched by a very technical spider guard by Gabriel. The crowd was going crazy; in one side all the Alliance SP guys with Gurgel in command on the other side the RGA/GB crowd with Master Renzo and old pal Vinicius Draculino yelling strategy to our fighter.
The match was decided by a last minute scramble. Over a strong sweep attempt by Gabriel, Gunnar latched on a tight inverted armbar.
Time stood still. The arm was almost extended, when Gabriel tried a last second pull to free the arm. Gunnar fell and the Alliance representative gained the two points that 30sec later will crown him the new 2009 Middle weight brown belt champ.
Great run by Gunnar, who was just one win short of winning a Triple Crown of Jiu-Jitsu if such a thing exists by medaling in every major BJJ competition in the US this year.

Sannarlega svekkjandi að vera 30 sekúndum frá heimsmeistaratitli en stórkostlegur árangur að vinna silfur á þessu stærsta móti ársins. Hverjum hefði dottið það í hug að Gunnar næði þessum árangri á svo skömmum tíma því hann var lang reynsluminnsti keppandinn í sínum flokki! Ég er ótrúlega stoltur af Gunna og þessi árangur sýnir enn og aftur hversu einbeitt hann er og ákeðinn í að verða bestur meðal þeirra bestu í íþrótt sinni.
Stjórnandi á