Það er allt að verða vitlaust, ég var bara að lesa þetta á MBL.is og ætla að quota hana bara til að byrja þetta:

“Ekki verður heimilt að veita högg í höfuð andstæðinga í ólympískum hnefaleikum, ef breytingartillaga við frumvarp til laga um lögleiðingu ólympískra hnefaleika, nær fram að ganga á Alþingi. <b>Þar er einnig lagt til að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands verði gert að setja reglur um bann við höfuðhöggum í öðrum sambærilegum bardagaíþróttum.</b> Þingkonurnar Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum, Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðisflokki, og Sigríður Jóhannesdóttir, Samfylkingu, lögðu fram breytingartillöguna á Alþingi í dag.

Þar er einnig lagt til að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands setji reglur um bann við höfuðhöggum í öðrum sambærilegum bardagaíþróttum. Atkvæðagreiðsla um frumvarp til laga um lögleiðingu ólympískra hnefaleika fer fram á mánudag.”

Ok ég hló svolítið þegar ég sá headlinið á greininni, fannst skondið að þau héldu virkilega að fólk myndi sætta sig við Box án þess að hafa höfuðhögg. Svo las ég greinina og komst að því að þetta á að eiga við ALLAR bardagaíþróttir. Við erum að tala um að ef við tökum WTF TKD sem dæmi þá eru höfuðhögg með höndum bannaðar en leyfðar með höndum (alla vega í fullorðinsflokki), og ef þetta færi í gegn gætu keppnir í TKD einungis notað spörk í búk og kýlingar í búk, heldur dapurleg íþrótt þar. Þetta gengur yfir allt, Karate, Muay Thai og basicly ALLAR BARDAGAÍÞRÓTTIR.

Ef þetta gengur í gegn þá missi ég endanlega allt álit á íslenskum stjórnmálum, mér fannst skiljanlegt með boxið einfaldlega af því þetta er gömul löggjöf og í raun verið að mistúlka hana með að banna amatör box, og hugsaði alltaf með mér “þetta færi aldrei í gegn í dag”. En ég virðist hafa rangt fyrir mér, vona bara eindregið að þetta fer ekki í gegn.

Það sem kemur mér líka mest á óvart er að það er manneskja frá Sjálfstæðisflokknum í þessu, ég hefði búist við þessu frá Vinstri grænum (þeir eru náttúrulega gegn öllu) og jafnvel Samfylkingunni, en á Sjálfstæðisflokkurinn ekki að standa fyrir frjálsræði og þvíumlíku? Veit ekki betur en kjörörð þeirra flestra sé að það megi gera hvað sem er svo lengi sem það skaði ekki aðra, og ef 2 íþróttamenn stíga inn á vetvang og ákveða að þeir vilji keppa í þessarri íþrótt og vita að þeir munu fá haushögg þá er það ekki í verkahring gamalla þingmanna að vera með einhevrja forræðishyggju, ef þau hafa ekki áhuga á að taka þátt í þessu þá er það þeirra mál, en þau eiga ekki að vera að skipta sér af því hvað annað fólk kýs að æfa sig í og keppa í.

Endilega látið heyra í ykkur.