Gunnar Nelson gráðar 4 ný blá belti Gunnar Nelson kvaddi í gær (hann flýgur til Englands á föstudag) með að gráða fjóra iðkendur í blátt belti.

Þessir fjórir eru Magnús Ingvi, Pétur Marel og bræðurnir Gunnar Páll og Jóhann Helgasynir. Að sjálfsögðu voru þeir allir látnir þreyta iron-man þrekraun og glímdu við ferska andstæðinga þar til þeir voru að þrotum komnir.

Gunni sagði að fleiri væru orðnir nokkuð góðir og það yrði spennandi að sjá hvort einhverjir fengju blá belti þegar Karl Tanswell kemur í haust.

Við óskum þessum köppum til hamingju með beltin!

frá www.mjolnir.is
Stjórnandi á