Ég komst að því að skrif mín í greininni “Landsliðið í Taekwondo valið” hafi valdið leiðinlegum misskilningi og ég vonaðist til að geta leiðrétt hann núna.

Ég var að engu leiti að setja út á þá sem eru að fara út að keppa né að setja út á sparring (þó það hafi kannski því miður litið þannig út). Ég er mjög stoltur af þeim sem eru að fara að keppa úti fyrir landið á norðurlandameistaramótinu og ég veit að þeir eiga það skilið og hafa örugglega æft mjög stíft og markvisst fyrir það, og ég vona að þeim gangi sem best úti og óska ég þeim öllum velgengni á mótinu.

Það sem ég var að reyna að láta í ljós var að Tae Kwon do væri meira en bara sparring, sem er þó vissulega stór partur af því í dag. Ég var heldur ekki að segja afstöðu félags míns, ÍR til sparring, í því eru margir sem eru hlintir sparring og margir sem eru ámóti því, sem er bara mjög gott að fólk geti haft sínar skoðanir á málinu, ég var aðeins að greina mína skoðum á málinu, ekki félagsins, og mín skoðun var bara sú að mér findist TKD meira en bara sparring.

En það er mjög gott að fólk geti valið og æft það sem það vill, og ef það hefur gaman af sparring þá segi ég að það eigi endilega að æfa og keppa í sparring, það er bara ekki mín skoðun, en það er bara frábært fyrir fólk að gera það ef það hefur gaman af sparring og hvet ég alla sem hafa áhuga á sparring að æfa það og keppa, það er bara ekki eitthvað sem hentar mér sem er þó bara persónuleg skoðun mín.

Og biðst ég afsökunar ef einhver hefur misskilið greinina (sem var kannski svoldið illa skrifuð(þ.e. skilaboðin sem ég meinti komust ekki til skila)) og orðið fúll eða sár og vona ég að nú sé allur misskilningur úti. Ok??

Maggi.