Hreysti og líkamleg uppbygging - samkvæmt Bujinkan Sælt sé fólkið,

…Og eftirfarandi tekið af Grímnissíðu, en svipuð - og ný upphlaðin - málefni má lesa hér: http://www.nekron-art.com/Grimnir-Info%20trainings.htm

Annars væri ekki verra að hljóta álit þeirra sem hafa eitthvað til málanna að leggja hér, þ.e.a.s. ef menn gefa sér tíma í rausið…;-)

Góða skemmtun!!!



Líkamsræktunaraðferðir Junan Taiso eru fáum ókunnuglegar innan Bujinkan, en mörgu ber við og bardagaaðferðir Ninjutsu einungis smávægilegur þáttur þegar á heildina er litið. Landafræði og allskyns þekking á staðháttum ásamt veðurfari, náttúrufræði og þekking á jurtum, plöntum og dýrum ásamt sérstöku mataræði, tilbrigðum til lækninga og heilsu osfv. Af nógu er að taka og einungis spurning hvert hugurinn leitar að hverju sinni, en þó við leggjum hér flestallt annað til hliðar en það sem nemur ‘lífsspursmáli’ og öðru tilheyrandi stríðslistinni sjálfri eins og hún þekkist best; þá þykir vænlegt að staldra við og huga að því er telst til líkamlegrar uppbyggingar til bættra aðferða og möguleika.


Styrkur: Það er gott að reynast sterkur fyrir og geta valdið sér - og öðrum - án sjáanlegra erfiðleika, en svo getur þó farið að styrkur bregðist þá er á reynir og þá hentugra að hafa öðlast líkamlega hæfni ásamt samsettum styrk Taijutsu, í líkama fremur en einungis útlimum. Má hafa eftirfarandi í huga þegar uppbyggjandi styrkæfingar eru til taks:

1. Forðist að lyfta lóðum með spennu, en einblínið að eigin þyngd til æfinga; þá sérstaklega þegar útlimir eru æfðir, en lóð geta reynst hentug til uppbyggingar líkama á hreyfingu, td. lágt göngulag með háreyst lóð.

2. Gætið þess að halda beinu baki og sterkri stöðu (Kamae) til að forðast meiðsli. Fylgist vel með ummerkjum fyrrverandi meiðsla og vinnið aldrei gegn sársauka.

3. Teygið vel með styrkæfingum og haldið vöðvum á hreyfingu. Haldið flæði gegnum æfingar og breytið til rólega…

4. Drekkið minnst tvo lítra af vatni á dag, æfið sem oftast, en gerið sem minnst svo að skemmtunin haldist.

5. Notið hverja æfingu til að ná sem flestu í samhæfingu líkamlegs styrks, td. armbeygjur:

Haldið beinu baki og horfið framfyrir ykkur, notið tær til að halda fótleggjum uppi og færið brjóstkassa sem næst jörðu án fullrar snertingar. Skiptið úr lófum, yfir í hnúa og fingur að vild. Prófið jafnvel með hreyfingu frammávið/afturábak svo að stífleiki fjarlægist.


Þol: Það er leitt að lýjast; hvort sem á æfingum eða í daglegu lífi, enda líkamlegt og andlegt þol með mikilvægari þáttum í lífi sérhvers einstaklings eins og fæstum er ágreint um. Þó vitanlega skyldi þekkja sín takmörk vel og geta hegðað sér samkvæmt því; þá er ágætt að geta beitt sér - með neðanvert í huga - svo að gott og langvarandi þol myndist rólega frekar en óstöðug orka sem leiðir - gegnum sprengikraft - til örvilnunar/örmögnunar:

1. Haldið ykkur á stöðugri hreyfingu (Nagare) og flæðið rólega - hljóðlega - úr einu í annað. Notið Taijutsu og haldið hægum gangi þegar þreyta gerir vart við sig.

2. Gangið, klifrið, syndið og/eða hlaupið reglulega, en gerið sem minnst og haldið ykkur við það…

3. Haldið stöðugum andardrætti og andið djúpt, en þó rólega og fyllið lungun. Íhugið mismunandi öndunaraðferðir og áhrif, en hér má finna samfelldan hrynjanda og hegða sér í fullu samræmi við sig sjálfan, andstæðing og umhverfi.

4. Lítilvægar hreyfingar eru tíma- og orku-sparnaður.

5. Notið aðferðir ‘Taihenjutsu Ukemi Gata’ til að öðlast eðlilega getu umfram þol, en hér skyldi engin munur á veltum, stökkum, fótgangi og öðrum tilburðum, td. úr náttúrulegri stöðu (Shizen No Kamae) og mögulega með vopn við hönd:

Tobi (stökk eða svifstökk) + Ukemi (fall) + Tobi (stökk eða svifstökk) + Kaiten (velta) + Moguri Gedan No Kamae (fall í lága stöðu) + Kaiten (velta) + Tobi (stökk eða svifstökk) + Oten/Kuten (handahlaup/hringstökk) + Moguri Kaiten (fallvelta). Finnið jafnframt aðrar stöður (Kamae) hér og látið þær myndast náttúrulega ásamt árásum…


Teygjanleiki: Helstu aðferðir Junan Taiso hyggja að eðlislægum og langvarandi - hversdagslegum - teygjanleika frekar en sérstökum teygjum/upphitunum til æfinga og aukinnar getu við sérstakar ‘skapaðar’ aðstæður. Má - tildæmis - finna margt nytsamlegt í valinkunnum Jóga-aðferðum og iðka í samræmi við eftirfarandi heilræði:

1. Forðist nudd og hjakk í teygjum, en haldið vænlega og samræmið öndun og talningu (td. að ‘10’).

2. Forðist sársauka og - mögulegt - slit á liðböndum, en ‘skjálfta’ í útlimum má fjarlægja með slökun og rósamri öndun.

3. Teygið jafnt standandi sem sitjandi og liggjandi. Hugið að útlimum og hálsi ásamt liðamótum…

4. Haldið hreyfingu og rólegu flæði gegnum teygjuæfingar, skiptið úr einu og yfir í annað, fjarlægið spennu og hik.

5. Notið teygjur fyrir, gegnum og eftir æfingar; hvortsem reglubundnar þol-/styrkæfingar og/eða á Grímnisæfingum, ef einungis til að bragðbæta og leysa upp það sem fyrir liggur. Eftirfarandi ‘standæfing’ gefur gott dæmi um slíkt:

Byrjið í náttúrulegri stöðu (Shizen No Kamae) - Beygið hné lítið eitt og teygið eins langt aftur fyrir ykkur og mögulegt er, jafnvel með hendur í jörðu ef svo reynist mögulegt. Látið sjón fylgja höndum í góðri sveigju, haldið og andið að ‘10’ - Til baka í réttstöðu og með fætur beina, teygið ykkur áfram og leggið lófa í jörðu (andið að ‘10’) - Til baka í Shizen No Kamae, teygið ykkur upp eins langt og þið komist án þess að færast upp á tær (andið að ‘10’) - Til baka í réttstöðu og endurtakið að vild…


Hraði: Þar sem aðferðir Bujinkan byggja á rólegum og eðlislægum viðbrögðum undanskyldum hraða og ofsa; þá er ekki verra að leggja hér leiðir svo að fólk finni sig einmitt á því grundvallarsviði og geti athafnað sig þeim mun betur; hvort sem á æfingum eða við þær hversdagslegu aðstæður sem ninjur þurfa að búa við:

1. Mundið þolinmæði gegn hraða og látið árásir - jafnvel - koma ykkur á óvart, en jöfn og eðlislæg viðbrögð - ásamt tækni - skyldu þjálfuð til undankomu án hugsunar og/eða fyrirhugaðra áætlana.

2. Notið eigin hreyfingar og hraðabreytingar til að annaðhvort róa andstæðing og/eða koma honum úr jafnvægi.

3. Haldið slökun í útlimum og notið líkamsbeitingar Taijutsu til að fleyta höggum/spörkum án þess að stífir vöðvar hægi á. Með þessu munu árásir berast mun hraðar og - allra helst - ‘frjálslega’.

4. Æfið undankomuaðferðir, áttir og líkamsbeitingar gegn hröðum árásum af ýmsu tagi, án þess að einblína á gagnárásir eða bardagaaðferðir og finnið hvað hentar best.

5. Nýtið aðferðir Taihenjutsu Ukemi Gata - ásamt flæði - til að öðlast svífandi hreyfigetu sem mun oft sýnast öðrum hröð, en hér má æfa eftirfarandi til slíks:

Byrjið í stöðu að eigin vali, en nýtið samhnýtta eiginleika ‘Jumonji No Kamae’ og ‘Hira Ichimonji No Kamae’ til stökks. Stökkvið frjálslega til allra átta, upp og niður, með sveiflukenndum mjaðmahreyfingum og haldið ykkur samfleytt á flugi. Skiptið einni úr vinstri stöðum (Hidari) og yfir í hægri (Migi) á flugi. Einblínið á rósemi og jafnan hraða, setjið jafnvel inn högg og/eða spörk samkvæmt aðferðum ‘Hoken Juroppo’ og prófið háar sem lágar stöðubeitingar. Með þessu má beisla náttúrulegan og óhindraðan hraða til hvers er koma skal…


Samræmi: Sameining líkama og anda án hugsunar (Munen Muso) eru - að hluta til - afleiðingar jöfnunar eiginleika og getu, enda skyldi leitast við að ná líkamlegu jafnvægi þols, styrks og liðleika sérhverjum til aukinnar framfærslu/framvindu. Mjúkleg meðfærni er þó mikilvægust, en svo leiðir til óséðra leiða undankomu og þarmeð til lífs og sjálfsbjargar. Má segja hversu ‘Þolinmæði þrautir vinnur allar’ og hafa það spakmæli í huga er eftirfarandi er athugað:

1. Verið létt á fæti og reiðubúin til allra átta hreyfinga (jafnvel til stökks og/eða falls); þó með þreifanlegri staðfestu og góðu jafnvægi með lausum - þó sterkum - hnjám.

2. Jafnvígi felst í samstilltri getu og eiginleikum; hvort sem teygjanleika, þoli og/eða styrkleika. Verið jafnbúin til undankomu og árása, hnefahöggs og sparks, til allra átta samtímis…

3. Veitið árásir/gagnárásir frjálslega með vægum styrk (10 til 25% höggþunga) og gætið þess að tapa ekki jafnvægi, en haldið sífellt möguleikum til hreyfinga og áframhalds.

4. Prófið aðferðir Taihenjutsu við mismunandi aðstæður, td. í sundi, á ís, möl og malbiki, innan um húsgögn og önnur þrengsli, upp/niður tröppur etc… og jafnvel undir álagi af ýmsu tagi svosem; að loknu hlaupi og/eða með aukaþunga í formi klæðnaðar, mögulega í heljartaki andstæðings og við aðrar ‘vonlausar’ aðstæður. Látið líkama vinna rólega og óháð hugsunum…

5. Lærið að beita öllum aðferðum Ninjutsu án þess að gera þær sérstaklega, með jöfnum hraða (Nagare) og með góðri yfirsýn, en þetta má nálgast með eftirfarandi æfingum:

(a) Hópæfing: Notið þægilegt, þó aðþrengilegt rými (helst með vegg/veggjum) og gangið um rólega - Setja má inn hindranir og húsgögn eftir hentugheitum - Notið aðferðir ‘Shinobi Aruki’ fótaburða (svosem ‘Yoko Aruki’ hliðarskref) þegar við á og gangið sem næst hvoröðrum - Finnið augnablik til árása (td. þegar fórnarlamb sér ekki til) og veitið högg/spark/kast rólega, en aðfarirnar skyldu koma fórnarlambi (Uke) úr jafnvægi og - mögulega - fella hann - Uke skyldi nota meðfærni og fylgja með rólega, en nýta aðferðir Taihenjutsu til undankomu (td. með veltu og/eða stökki) og áframhaldandi göngu með jöfnum, óbreyttum hraða - Mikilvægt er að allir stundi athæfið samtímis og sýni jafnt rósemi sem aðgát.

(b) Paræfing: Þolandi (Uke) veitir ca. 10 mismunandi árásir og Tori (gerandi) nær honum niður með lás og/eða kasti að lokinni hverri árás - Uke stendur jafnan upp (aðferðir Taihenjutsu Ukemi Gata) og heldur árásum gangandi með jöfnum hraða (Nagare) þangað til að hlutverkaskipti eiga sér stað að lokinni tíundu atlögu eða svo… - Mikilvægt er að Tori fari rólega að, nemi vel við og haldi léttri stjórn á Uke á meðan óförum stendur, en hér skyldi halda jafnvægi og líkamlegu viðnámi þó svo að Uke liggi kylliflatur. NB: Mætti segja að Tori haldi við gegnum jafnvægistöku og - mögulega - veltu eða fall; hjálpi svo Uke á fætur, bíði lítið eitt árásar og grandi honum á ný!!!

© Sjálfsdæmi: Hér lærist að láta sig velta/falla frekar en að fremja slíkt sem fyrirhugaða verknaði, en skyldi þá ganga um með stuttlegum skrefum ‘Shinobi Aruki’ aðferða og láta sig detta með Moguri tilfinningu (andfall/uppgjöf) - Látið líkama finna eigin leiðir til uppstigningar og einblínið á jafnan hraða gegnum atburðinn í heild sinni.


Ég þakka svo - að lokum - athygli lesanda í þeirri von að lesning hafi reynst jafn áhugaverð og skriftir. Takk kærlega…;-)

Kv,

D/N