Ég fór að velta fyrir mér þessari gömlu hugmynd sem stundum hefur komið upp í umræðunni hvort að bardagalistafélög á Íslandi ættu að taka sig saman og stofna eitt yfirsamband sem bæði gæti representerað einstaka klúbba og sambönd eins og karatesambandið og Júdósambandið. Mér datt þetta í hug eftir þessa smáumræðu sem spannst um norðurlandamótið í TKD og vandamál tengd fjármögnun ferða íslensku þáttakendanna.

Maður hefur stundum heyrt þessu fleygt að gáfulegt væri að félögin gætu haft einn sameiginlegan útávið aðila, andlit sem gæti séð um hagsmunamál þeirra, t.d. gagnvart ÍSÍ, Ólympíunefndinni og fjármögnunaraðilum o.þ.h. Vissulega hljómar þetta mjög vel á vissan hátt, en á móti má spyrja hvort samkomulagið er nógu gott innan þessa samfélags á Íslandi til að menn gætu unnið saman á uppbyggilegan hátt. Stundum hafa menn talað um í litlu klúbbunum um að sameinast um minni mál eins og húsnæði og fleira í þeim dúr til hagræðingar og sparnaðar en slíkar hugmyndir hafa alltaf dottið upp fyrir, oftast vegna þess að menn treysta einfaldlega ekki hvor öðrum. Hvort sem það er runnið undan einhvers konar ríg milli stíla (sem eflaust leikur stórt hlutverk í mörgum tilfellum!) eða vantrausti á einstaka karaktera innan bardagalistageirans hér á landi (sem einnig er staðreynd án þess að ég nefni nokkur nöfn) þá stendur það sennilega í vegi fyrir allri vitrænni samvinnu á stærri vettvangi. Svo má einnig spyrja hvort nokkuð sé unnið með slíkum heildarsamtökum sem sérsambönd gætu ekki skilað enn betur? En hvað með þá klúbba sem standa einir með sinn stíl?

Þetta eru nú svona almennar vangaveltur en gaman gæti verið að sjá hvað mönnum finnst um þetta hér.

obsidian