Svolítið interesting matchup var núna um helgina (já þið verðið bara að lifa við sletturnar ég er vanur að vera á erlendum Martial arts messageboards og eriggi með þýðingu fyrir þetta allt :). En já þetta er sem sagt Cung Le, sem hefur löngum verið þekktur sem “posterboy” San Shou manna (einnig þekkt sem San Da), en San Shou er einmitt oft talað um sem svona keppnisgrund fyrir Kung Fu keppendur þó að margir séu vissulega ósammála, þetta er tilraun Kung Fu manna úti í heimi til að hvetja til meiri realistic sparring og koma með vetvang þar sem allir stílarnir geta mæst og keppt saman. Það sem fólk hefur kannski einna helst að segja við þessu er að það er ekkert groundfighting, olnbogar og hné eru ekki leyfð, og svo einnig eru keppendur með hanska á (þannig að ýmsir Kung Fu stílar fá ekki að njóta sín). Auk þess má geta að margir Knug Fu stílar ganga mikið út á að pota í augu, kýla í háls og fleiri þvíumlíkt sem erfitt er með hönskum.

En já nóg um það, hvort sem þetta er besti vetvangurinn eða ekki er þetta málið í dag, og þetta verður hugsanlega ólympíuíþrótt (þar sem Kína leggur fram Wushu og hugsanlega San Shou sem ólympíu greinar) og undanfarin ár hefur þessi Cung Le verið einna hlutskarpastur. Andstæðingur hans að þessu sinni var merkilegur að því leiti að hann hefur verið talinn einn af betri “strikers” (andstætt við grappler) í MMA (mixed martial arts, t.d. UFC og Pride).

Reglurnar í San Shou eru sem sagt eftirfarandi, einfaldlega sagt er þetta Kickbox með takedowns, þú færð s.s. stig fyrir að kickboxa og færð líka stig fyrir að ná manninum niður, með ýmsum tæknum (ekki gleyma að þeir eru með boxhanska þannig það er erfitt að ná gripi).

** þið getið skoðað myndbandið og sleppt því að lesa þennan part ef þið viljið smá spennu, myndbandið er linkað neðst í greininni **

En í stuttu máli þá var Cung Le yfirburðamaðurinn í þessu, Shonie Carter reyndi oft að taka hann niður en var yfirbugaður algjörlega af þessum manni, hann tók hann niður hægri og vinstri, sparkaði eins og 5 sinnum í hausinn á honum og reyndi (en misheppnaðist því miður) fræga scissor kickið sitt. Hann lennti einnig fjölmörgum spinning backfist höggum.

Það sem er skemmtilegt við hann Cung Le að hann tekur hluti sem maður heldur að séu kannski ekki mikilvægir og of flóknir til að hægt sé að nota á móti góðum andstæðing og hann framkvæmir það alltaf fullkomnlega, hann notar Sidekick snilldarlega, spinning backfist mjög vel, scissor kickið sem er eitthvað sem ég sé venjulega bara í bíómyndum notar hann snilldarlega, og svo það sem er kallað “Dweet Chagi” í Tae Kwon Do notar hann mjög mikið (með góðum árangri enda er hann með svart belti í Tae Kwon Do auk þekkingu í fjölda annarra íþrótta). Fyrir þá sem ekki þekka kóreska heitið þá er þetta oft kallað spinning beck kick eða spinning sidekick (s.s. snúa bakinu i andstæðingin og sparka í hann með hælnum).

Ég mæli eindregið að þið skoðið þetta myndband, þetta sýnir bara að það þýðir ekkert að útiloka hluti eins og hringspörk og fleiri hluti, þeir geta alveg virka ef þeir eru æfðir nógu vel.

Videoið er ég því miður ekki með sem innanlands download, það er á síðunni www.onthemat.com sem er nú betur þekkt fyrir fréttir frá brasilísku Jiu Jitsu en San Shou.

http://www.onthemat.com/uforthechildren.html <– full link, legg ekki í að gera html tags mér tekst alltaf að gleyma gæsalöppum einhvers staðar og þá fuckast öll greinin upp :) Þetta er þarna hægra megin þar sérðu: “Cung Le vs Shonie Carter Highlights: Large file, Small file” stóri er 24mb litli er 13mb, ég mæli með að þið hægri smellið og veljið “save target as” þannig þið getið átt þetta á tölvunni frekar en að láta browserinn dl þessu.

http://ezine.kungfumagazine.com/ezine/1_2/images/scissorkick3.gif <- þarna er líka .gif mynd (hreyfimynd) af því hvernig scissor kickið hans er, og hann hefur rotað nokkra með þessu (takið eftir því á myndbandinu þegar hann reynir að gera þetta, ekki allir hafa svona mikið sjálfstraust).