Gunnar sigrar enn og aftur Ákvað að henda þessu líka inn sem grein svo fleiri myndu sjá þetta.

frá www.mjolnir.is


Gunnar Nelson var rétt í þessu að bera sigurorð af breska sérsveitarmanninum Barry Mairs á Englandi. Gunnar sigraði Mairs á rothöggi í fyrstu lotu en Mair hafði einmitt sjálfur unnið síðasta bardaga sinn á rothöggi í fyrstu lotu. Gunnar sagði breska sérsveitarmanninn hafa verið mjög vel undirbúinn, gríðalega líkamlega sterkan, mjög höggþungan og með sterkt og mikið lið með sér.

Gunnar sagði þá hafa skipst á höggum um tíma en síðan náði Gunnar góðum vinstri krók á Mairs. Eftir það náði Gunnar að skjóta inn og skella Mairs í gólfið. Hann var í cross-sides en náði síðan að mounta Mairs og lét höggunum rigna á hann. Að sögn Gunnars varðist Mairs vel en að lokum náði Gunnar að steinrota hann þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar af lotunni og það tók nokkurn tíma að vekja sérsveitarmanninn aftur eftir högg Gunnars. Þetta er fjórði atvinnumannasigur Gunnars í röð í MMA og allir hafa þeir komið í fyrstu lotu!
Stjórnandi á