Nýtt félag fætt - Dojang Hörður á Ísafirði
Um helgina fór Sigursteinn vestur á firði og var með fyrstu formlegu æfingarnar í nýjasta félaginu í Ssangyongtaekwon, dojang Herði. Hjalti Leifsson sem áður æfði á Selfossi undir Magneu K. Ómarsdóttur hefur hafið kennslu á Taekwondo á Ísafirði og er strax kominn góður og þéttur kjarni af nemendum. Um 15-20 manns eru að mæta á æfingar og mjög mikil áhugi meðal bæjarbúa á nýjustu viðbótinni við íþróttaflóruna.Sigursteinn var ánægður með hópinn og mjög hrifinn af dugnaðinum í Hjalta. Hópurinn stefnir á beltapróf í janúar og ætlar að senda keppendur á TSH 2 í febrúar.