Heyrðu jæja, þetta verður bara copy peist grein þar sem ég hef litla vitneskju um málið og þetta er bara sérdeilis góð úttekt :)

Þetta er annars tekið af www.taekwondo.is



Björn lenti í 3 sæti í sínum þyngdarflokki eftir að hafa unnið 3
bardaga, í bardga númer 3 slasaðist Björn það illa að hann þurfti að hætta keppni að honum loknum. Björn Þorleifsson tapaði því ekki einum einasta bardaga á öllu mótinu.

Bardagi númer 1. var á móti Þýskalandsmeistaranum í -72 kg. Björn hafði betur í viðureigninni og vann með 15 stigum gegn 13, eftir þrjár lotur. Þess skal getið að þjóðverjinn vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu fyrir tveimur árum síðan.

Í bardaga númer 2. lagði Björn besta mann Króata.

Í bardga númer 3. lagði Björn besta mann Grikkja, en meiddist illa á fæti og varð að hætta keppni eftir að þeim bardaga lauk.

Flestar Evrópuþjóðir sendu sín sterkustu landslið á þetta mót, auk þess að fjöldi landsliða utan Evrópu tóku þátt. Það var ekkert um að félög væru að senda keppendur á þetta mót heldur virtist nær eingöngu vera um úrvals landsliðskeppendur að ræða.



svo var aðeins eldri grein sem var að tilkynna þáttöku björns í keppninni og var tekið saman hvað hann hefur verið að gera á árinu og það er ekki slæm frammistaða:



Björn Þorleifsson á leið til Park Pokal


Björn Þorleifsson Tae Kwon Do maður úr Björk í Hafnarfirði heldur til keppni á stóru alþjóðlegu móti í Þýskalandi.

Mótið verður haldið þann 1. desember 2001 í Sindelfingen íþróttahöllinni í Stuttgart Þýskalandi. Mótið heitir “The 16th International Park Pokal TKD Championship”.

Mótið dregur iðulega að sér marga af bestu keppendum heimsins, en þó einkum og sér í lagi þá bestu í Evrópu. Þess má geta að Bandaríkjamenn senda úrvalslið sitt á mótið.

Mótið er mikil áskorun fyrir Björn Þorleifsson, ef hann sigrar á mótinu verður hann án efa skrifaður á blað með bestu Tae Kwon Do mönnum heimsins í dag.

Þess skal getið að Björn hefur þegar keppt á þremur alþjóðlegum TKD mótum á þessu ári. Á mótunum náði hann stórglæsilegum árangri. Mótin eru eftirfarandi:

* American Eagle Classic Tae Kwon Do Tournament 2001: Gullverðlaun. (Eitt sterkasta TKD mót N-Ameríku).
* US Cup 2001: Gullverðlaun, að auki valinn besti keppandinn. (Eitt sterkasta TKD mót N-Ameríku).
Wonderful Copenhagen TKD Championship 2001: Gullverðlaun, að auki var Björn valinn besti keppandinn á mótinu. Þetta mót er eitt sterkasta alþjóðlega mót N-Evrópu. Þar keppa allar Norðurlandaþjóðirnar á hverju
ári auk annarra Evrópuþjóða.



Jæja glæst þar. Þess má geta að hann er líka Íslandsmeistari :)