Annað kvöld, þann 7.7.7. Munu margir af bestu mma mönnum heims etja kappi. Stacked er líklega réttnefni yfir þetta kvöld því langt er síðan mót hefur haft jafn marga áhugaverða bardaga á dagskrá.
Hér að neðan ætla ég að fara stuttlega yfir bardagana og gaman væri að fá álit manna á þessu. Þar sem þetta er nú í fyrsta skipti sem ég sendi slíka grein inn.

Bardagar

Frank Edgar gegn Mark Bocer

Frank Edgar:
Frá: New Jersey
Aldur: 25
Hæð: 1.68 m
Þyngd: 70 kg
Ferill: 6-0-0
1 (T)KO (16.67%)
2 Subbmissions (33.33%)
3 Decisions (50%)

Barðist sinn fyrsta bardaga í UFC í UFC67. Sigraði hann þar Tyson Griffin (9-1) á decision. Þetta er enn einn “wrestler” sem hefur snúið sér að MMA og verður áhugavert að sjá hann í þessum bardaga, gegn ansi áhugaverðum andstæðing.

Mark Bocek:
Frá: Toronto
Aldur: 25
Hæð: 1.75 m
Þyngd: 70 kg
Ferill: 4-0-0
1 TKO (25%)
3 Submissions (75%)

Þetta er fyrsti UFC bardagi Bocek sem vann Jiu Jitsu kappan Garrett Davis (6-7-0) í síðasta bardaga sínum. Bocek er með svarta beltið í Brazilian Jiu Jitsu og hefur æft undir leiðsögn Renzo Gracie.

Mín spá:

Þar sem ég hef nú ekki séð nema annan kappann berjast þá er kannski ekki vit í neinni spá frá mér. Hins vegar þá tel ég að Edgar muni eiga í miklum vandræðum með BJJ manninn Bocek og muni verða “submittaður” snemma í bardaganum.


Chris Lytle gegn Jason Gilliam

Chris Lytle:
Frá: Indiana
Aldur: 32
Hæð: 1.80 cm
Þyngd: 77 kg
Record: 32-14-4
3 (T)KO (13.64%)
15 Submissions (68,18%)
3 Decissions (13.64)
1 tap með (T)KO
13 töp með decision

Lytle er mikill reynslubolti í MMA og hefur átt langan feril. Tapaði síðasta bardaga á decision gegn Matt Hughes og þar á undan decision gegn Matt Serra í úrslitun The Ultimate Fighter 4 seríunnar. Hann hefur barist við marga af bestu MMA mönnum heims og má þar nefna þessa tvo að ofanverðu sem og Joe Riggs, Karo Parisyan, Robbie Lawler og Nick Diaz. Þess ber þó einnig að geta að hann tapaði fyrir þeim öllum. TKO tapið sem hann hefur á ferlinum var vegna skurðs sem hann fékk í bardaganum gegn Joe Riggs. Lytle er því vanur að fara alla leið og verður gaman að sjá hvort hann nái að jafna sig eftir síðustu tvö töp og sýna okkur að hann sé enn efni í heimsmeistara bardaga.

Jason Gilliam:
Frá: Indiana
Aldur: 34
Hæð: 1.83m
Þyngd: 77 kg
Record: 11-1-0
5 (T)KO (55,56%)
4 Submissions (44,44%)
1 tap með submission

Jason Gilliam er kappi sem hafði unnið 9 bardaga í röð fyrir frumraun hans í UFC. Þar tapaði hann gegn James Warner á “rear naked choke”. Hann kemur inn í þennan bardaga með stuttum fyrirvara en upphaflega átti Drew Fickett að berjast við Lytle.

Mín spá:

Ég reikna með á Lytle sigri þennan bardaga á submission eða decision. Jason hefur litla reynslu í UFC búrinu og tapaði síðasta bardaga sínum þar eftir rétt um eina og hálfa mínútu. Einnig tel ég halla á hann, ekki einungis vegna reynslu Lytle heldur vegna lítils fyrirvara á bardaganum.


Stephan Bonnar gegn Mike Nickels

Stephan Bonnar:
Frá: Chicago
Aldur: 30
Hæð: 1.91m
Þyngd: 93 kg
Record: 9-4-0
1 (T)KO (11.11%)
6 Submissions (66.67%)
2 Decisions (22.22%)
1 tap með (T)KO
3 töp á decission

Stephan Bonnar er einn af stjörnum Ultimate Fighter seríunnar. Hann er svartbeltari í BJJ undir leiðsögn Carlson Gracie. Hann átti einn besta bardaga UFC, þegar hann atti kappi við Forrest Griffin í úrslitum þáttaraðarinnar. Þar tapaði hann naumlega á decision. Hann hefur tapað tveimur síðustu bardögum sínum á decision, það gegn Rashad Evans og nú síðast gegn Forrest Griffin. Hann sigraði þar á undan skallapopparann Keith Jardine. Eitthvað hefur frægðarsól hans dofnað því ekki er langt síðan hann var dæmdur í 9 mánaða bann fyrir notkun steralyfja. Hann hins vegar verður hreinlega að sigra þennan bardaga ef hann ætlar sér að eiga framtíð í UFC.

Mike Nickels:
Frá: Florida
Aldur: 35
Hæð: 1.93m
Þyngd: 93 kg
Record: 5-1-0
2 (T)KO (40%)
3 submissions (60%)
1 tap með submission

Mike Nickels var einn af stjörnum The Ultimate Fighter 3. Hann er JiuJitsu bardagakappi og sigarði Wes Combs í úrslitabardaga keppninnar. Í síðasta MMA bardaga sínum rotaði hann Carpaccio Owens (2-2) eftir aðeins 7 sekúndur. Hann hefur ekki barist í UFC síðan hann vann TUF og því verður áhugavert að sjá hvernig pilturinn stendur sig.

Mín spá:

Reikna með hörku “slugfest” í upphafi bardagans en reikna þó með að Bonnar vilji fara með hann í jörðina og beita sér þar. Ég tel að reynsla Bonnar í hringnum eigi eftir að veita honum sigurinn eftir Decision.


Jorge Gurgel gegn Diego Saraiva

Jorge Gurgel:
Frá: Rio De Janeiro (berst frá Ohio)
Aldur: 30
Hæð: 1.75m
Þyngd: 70 kg
Record: 10-2-0
9 submissions (90%)
1 decision (10%)
1 tap með submission
1 tap á decision

Jorge Gurgel er Brazilian Jiu Jitsu Fighter og hefur unnið fjöldan allan af alþjóðlegum keppnum á þeim vettvangi. Hann æfir með vini sínum Rich Franklin og hann tók þátt í Ultimate Fighter 2. Síðasta bardagi hans var í UFC 63 og þar sigraði hann Danny Abbadi (1-3 tapaði í úrslitum TUF3 gegn Kalib Starnes) á decision.

Diego Saraiva:
Frá: BRA (Atlanta)
Aldur: 25
Hæð: 1.68m
Þyngd: 70 kg
Record: 9-4-1
1 (T)KO (11.11%)
8 Submissions (88,89%)
4 töp á decision

Diego Saraiva er svartbeltari í Brazilian Jiu Jitsu. Fyrsti bardagi hans í í UFC var gegn Dustin Hazelett (sem er nemandi Gurgel) Þar tapaði hann naumlega á stigum. Saraiva tók bardagann með stuttum fyrirvara og hljóp í skarðið fyrir Melvin Guillard. Hann hefur unnið fjölda keppna og vann meðan annars Pan American mótið í þrígang.

Mín spá:

Þessi bardagi verður háður á gólfinu og hafa þeir báðir vopnabúr til að útkljá bardagann þar. Ávallt er sett spurningamerki við hnémeiðsli Gurgel sem hafa verið að trufla hann nánast allan ferilinn. Ég ætla að spá því að Saraiva setji mark sitt á UFC og sigri á submission í annarri lotu.


Kenny Florian gegn Alvin Robinson

Kenny Florian:
Frá: Boston
Aldur: 31
Hæð: 1,78m
Þyngd: 70kg
Record: 5-3-0
1 (T)KO (20%)
4 submissions (80%)
1 tap á (T)KO
2 töp á decission

Kenny Florian fór í úrslit The Ultimate Fighter 1 og tapaði þar fyrir Diego Sanchez (17-1) á decision. Þar var hann að keppa í millivigt en er nú að berjast í léttvigt og virðist feyki öflugur í þeim flokki. Hann barðist titilbardaga við Sean Sherk í UFC64 og þar tapaði hann á decision eftir fimm lotur en þá hafði hann verið búinn að fara ansi illa með andlitið á Sherk. Í síðasta bardaga sínum, gegn Mishima (17-6-2) var hann í vondum málum eftir að Mishima náði honum í öflugt leg lock en Florian náði að leysa sig og sigra skömmu síðar á rear naked choke.

Alvin Robinson:
Frá: ?
Aldur: ?
Hæð: 1.75m
Þyngd: 70kg
Record: 8-1-0
8 submissons (100%)
1 tap með (T)KO

Alvin Robinson er brúnbeltari í Brazilian Jiu Jitsu og fyrrum léttvigtarmeistar “Ring of Fire”(??). Þetta er fyrsti UFC bardagi hans og hann hefur aldrei farið allar loturnar. Alla sigra sína hefur hann unnið á submission. Síðasti bardagi hans var gegn Olly Bradstreet (0-1) sem hann sigraði með rear naked choke.

Mín spá:

Ég reikna með að Kenny Florian sigri þennan bardaga. Reikna með að hann hafi yfirburði bæði á gólfinu sem og standandi. Einnig reikna ég með að Alvin Robinson hefði svo sem getað fengið auðveldari bardaga til að byrja á í UFC. Florian með sigur í fyrstu lotu.


Minotauro Nogueira gegn Heath Herring

Minotauro Nogueira:
Frá: Brasilíu
Aldur: 30
Hæð: 1.90m
Þyngd: 105kg
Record: 29-4-1
3 (T)KO (10,34%)
18 submissions (62,07%)
8 decisions (17,59%
4 töp á decision

Minotauro Nogueira er einn sá allra besti. Hann er Brazilian Jiu Jitsu bardagamaður og hefur barist við marga af þeim allra bestu í þungavigtinni. Þetta er fyrsti bardagi hans í UFC en fram að því hafði hann gert frábæra hluti í Pride og er ein helsta stjarna þeirrar keppni. Meðal þeirra sem hann hefur barist við eru Fedor Emilianenko (af flestum talinn besti þungavigtarmaður heims), Josh Barnett, Dan Henderson, Mark Coleman o.fl o.fl. Í síðasta bardaga sínum sigraði hann Mark Coleman á decision. Til gamans má geta að hann keppti eitt sinn við trúðinn Bob Sapp og sigraði á armbar. Einvígi hans gegn Fjedor voru stórkostleg og voru eitt helsta aðdráttarafl MMA á þeim tíma. Hann tapaði tveimur þeirra á decision en einn þeirra var dæmdur no contest. Það skal enginn hins vegar efast um að þetta er einn allra besti þungavigarkappi MMA fyrr og síðar.

Heath Herring:
Frá: Vegas
Aldur: 29
Hæð: 1.93m
Þyngd: 113kg
Record: 27-12-1
7 (T)KO (25,93%)
16 submissions (59,26%)
3 decisions (11-11%)
1 annað ??
4 töp með (T)KO
2 töp á submission
8 töp á decission

Heath Herring er eins og Nogueira gamalreyndur kappi. Hann er upphaflega glímumaður og hefur barist við marga frábæra MMA menn. Þar má nefna Fedor, Vitor Belfort og Evan Tanner. Hann hefur stærstan hluta ferils síns verið í Pride en snéri til UFC í Fight Night 8 og tapaði þar á decision gegn Jake O'Brien (10-0). Síðasti bardagi hans var hins vegar í UFC69 en þar sigraði hann Brad Imes á decision.

Mín spá:

Síðast þegar þessir tveir mættust þá sigraði Nogueira á anaconda choke. Reikna með að þessi bardagi fari á svipaðan máta. Heath Herring mun lenda í gólfinu og Nogueira mun submitta hann snemma í bardaganum.


Sean Sherk gegn Hermes Franca

Sean Sherk:
Frá: Minnesota
Aldur: 33
Hæð: 1.68m
Þyngd: 70kg
Record: 31-2-1
8 (T)KO (25%)
13 submissions (41,94%)
10 decisions (32,26%)
1 tap á (T)KO
1 tap á decision

Sean Sherk er heimsmeistari UFC í léttvigt. Hann hefur eflt standup sitt gríðarlega og hefur frábæra glímutækni sem og standup. Barðist eitt sinn um millivigartitilinn gegn Mark Hughes en tapaði á stigum. Síðustu tveir bardagar hans voru gegn Nick Diaz og svo gegn Kenny Florian. Hann sigraði þá báða á decision. Hann virkar gríðarlega kröftugur og er ekki kallaður “The Muscle Shark” fyrir ekki neitt.

Hermes Franca
Frá: Florida (fæddur í Brasilíu)
Aldur: 32
Hæð: 1.68m
Þyngd: 70 kg
Record: 18-5-0

Hermes Franca er Brazilian Jiu Jitsu kappi og hefur sigrað síðustu 8 bardaga sína. Hann er frábær í gólfinu en hefur einnig sýnt að hann getur einnig rotað menn. Síðasti bardagi hans var gegn Spencer Fisher í Fight Night 8 en hann rotaði Spencer í 2 . lotu. Þar á undan sigraði hann Nathan Diaz á armbar. Þetta er feykiöflugur keppnismaður sem allir ættu að taka alvarlega.

Mín spá:

Ég held að þessi bardagi fari allar 5 loturnar og Sherk nái sigrinum að lokum. Þetta verður eflaust mikill bardagi á gólfinu, þó kæmi mér ekki á óvart að báðir myndu á einhverjum kafla í bardaganum reyna að útkljá þetta standandi. Sherk ver titilinn.


Anderson Silva gegn Nate Marquardt

Anderson Silva::
Frá: Brasilíu
Aldur: 32
Hæð: 1.83m
Þyngd: 84kg
Record: 18-4-1
10 (T)KO (55,56%)
3 submissions (16,67%)
5 decisions (27,78%)
2 töp á submission
1 tap á decision
1 tap vegna ólöglegs sparks

Anderson Silva er að mínu mati einhver skemmtilegasti MMA maðurinn í dag. Hann er Muay Thai bardagamaður en hefur einni svartabeltið í BJJ. Án efa er hans helsti styrkleiki á löppunum en eins og hann sýndi gegn Travis Lutter sem hann sigraði á submission, ber að varast hann í gólfinu einnig. Í síðustu bardögum (sem flestir hafa verið stuttir) má nefna þegar hann gjörsigraði þáverandi heimsmeistar Rich Franklin (22-2) og Chris Leben.

Nate Marquardt:
Frá: Denver
Aldur: 28
Hæð: 1,83m
Þyngd: 84kg
Record: 28-6-1
4(T)KO (16%)
14 Submissions (56%)
7 Decisions ((66,67%)
2 töp með submission
4 töp á decision

Nate Marquardt hefur stundað JiuJitsu, Kenpo og Kickbox í áraraðir og hefur skipað sér í flokk með bestu MMA bardagamönnum heims. Hann er sjöfaldur “king of Pancrase” meistari. Hann er frábær í gólfinu og sigraði nú síðast Dean Lister (9-5) á submission.

Mín spá:

Ég er hræddur um að þetta verði stuttur bardagi og Nate nái ekki að koma Silva í gólfið. Tel að þetta klárist í fyrstu lotu á rothöggi og Silva heldur titlinum.


Tito Ortiz gegn Rashad Evans

Tito Ortiz:
Frá: Brasilíu
Aldur: 32
Hæð: 1,88m
Þyngd: 93kg
Record: 15-5-0
8 (T)KO (53,33%)
2 submissions (13,33%)
5 decisions (33,33%)
2 töp á (T)KO
2 töp á submission
1 tap á decision

Tito Ortiz er maðurinn sem allir elska að hata. Hann hefur einstakt lag á að pirra mótherja sína og fer sínar eigin leiðir. Hann er wrestler með gríðarlega öflugt “ground and pound”. “Guy Metzger is my bitch” hafði hann áletrað á bol sinn eftir bardaga við Metzger og gerði lið Ken Shamrock, Lion’s Den algerlega brjálaða. Nú síðast var hann rotaður af Chuck Liddell í annað skiptið en þar á undan sýndi hann algera yfirburði í tveimur bardögum gegn Ken Shamrock. Á ferli sínum hefur hann barist við menn eins og Randy Couture, Vitor Belfort og fl. Þess má geta að Tito sigraði Wanderlei Silva á sínum tíma.


Rashad Evans:
Frá: Michigan
Aldur: 27
Hæð: 1,80m
Þyngd: 93kg
Record: 10-0-0
3 (T)KO (30%)
2 submissions (20%)
5 decisions (50%)

Rashad Evans sigraði The Ultimate Fighter 2 seríuna og hefur síðan þá sigrað hvern bardagann af fætur öðrum. Nú síðast sigraði hann Sean Salmon (10-3) með glæsilegu sparki og þar á undan lagði hann Jason Lambert (23-6) á bakið og kláraði hann þar. Rashad Evans er glímukappi sem unnið hefur gríðarlega í standup hæfileikum sínum. Hann er ósigraður og nú fær hann í fyrsta skipti (að mínu mati) alvöru bardaga.

Mín spá:

Þó Rashad Evans sé orðinn að öflugum keppanda, þá hef ég aldrei haft mikið álit á honum. Hann á þó skilið að fá að berjast stóran bardaga þar sem hann hefur nú unnið hvern gaurinn af fætur öðrum. Tito Ortiz er að mínu mati bara of stórt númer fyrir hann og mun sigra þetta á ground and pound einhvern tíma í 1. eða 2. lotu. Held líka að það sé bara gott fyrir MMA að hafa Tito sírífandi kjaft við allt og alla og hrista aðeins upp í liðinu. Kannski ekki merkileg fyrirmynd samt 



Öll tölfræði er fengin af sherdog.com en einnig eru heimildir frá mmaweekly, ufcjunkie og ufc.com.

Ég vona að einhver nenni nú að lesa yfir þetta og komi með comment á bardagana, sem og greinina, ef einhver sér sig knúinn til þess.

Kv
Ash
Guð blessi ykkur öll