Fjögur blá belti og eitt fjólublátt! frá www.mjölnir.is

Matt Thornton og Karl Tanswell voru með æfingabúðir hjá Mjölni um helgina. Hátt í þrjátíu manns mættu og var tekið vel á því frá föstudegi til sunnudags.

Eftir æfingu á sunnudag afhenti Matt nokkur ný belti. Blátt belti fengu Auður, Ingþór, Silja og Sólveig. Gunni Nelson fékk fjólublátt belti með tveim röndum. Að undangengninni 3 klukkustunda æfingu var Gunnar “Ironman”-aður í rúmar 50 mínútur, þ.e. hann var látinn glíma við alla í salnum, hvern á fætur öðrum.

Fóru þeir félagar Matt og Karl fögrum orðum um þessar kempur. Matt vildi meina að það væru forréttindi að fá að þjálfa svona hæfileikaríkan iðkanda eins og Gunna og sagði hann vera í sama gæðaflokki og Thomas La Cour hjá CSA í Danmörku.

Stelpurnar fengu hrós fyrir að vera langtum tæknilegri í sínum glímum en flestir af strákunum í Mjölni. Matt minntist á að strákar ættu oft erfiðara í startinu en stelpur því þeir eiga erfiðara með að sleppa takinu og leyfa sér að læra. Þeir freistast oftar til að nota vöðvana til að tryggja sér sigur á æfingum frekar en að hugsa fyrst um tæknina.
Stjórnandi á