Ég er að æfa kung fu og stór partur af kung fu eru vopn. Það er alveg merkilegt hvað það eru heimskulegar reglur í sambandi við hvað má flytja inn og hvað ekki. Sifuinn minn var að flytja inn Nunchaku til íslands, þetta voru æfinga nunchaku. Það átti að taka af honum nokkrar því það var ALVÖRU KEÐJA sem hélt þessum tveimur plaststöngum með mjúka gúmmíinu utan um. aftur á móti mátti hann koma með tré nunchaku því það var band til að halda þeim saman…..er það bara ég eða er þetta EKKERT SMÁ HEIMSKULEGT! hvað er að þessum gaurum?! Sifu þurfti að hringja í vin sinn í lögreglunni til að tala við tollgaurinn. þetta er ekki allt….það voru teknar af honum tvær stórar marmarakúlur, þeir sem þekkja þetta vita að þetta er til að snúa í höndunum þetta á að örva einhverja taugapunkta í hendinni en þetta er líka gott til að fá framhandleggs vöðva. Og þetta tóku þeir af honum….hvað átti hann að gera? HENDA þessu í fólk, HALLÓ steinar eru betri því þeir geta verið beittir. Það sem ég vill er að það verði bara strangt eftirlit með vopnum, ég vill að Sifu geti pantað beitt sverð handa mér til að æfa á. ég er ekki að segja að allir eiga að geta pantað vopn, það ætti að vara skrá hjá lögreglunni hver er að æfa á hvaða vopn, hvar, er hann með gráðu á það, er hann að mæta í tíma og alskonar þannig. Um leið og einhver myndi hætta að æfa þá þyrfti hann að koma til lögreglunnar einu sinni í viku eða mánuði og sína að hann á ennþá vopnið. málið er að það þarf ekkert að banna allt það þarf bara að fylgjast með þessu. þeir sem eru að æfa bardagalistir eiga ekki að þurfa að sætta sig við að geta aldrei haldið á beittu vopni sem þeir hafa lært á því það er bannað á íslandi.

(Sifu þýðir kennari)
———————