Íslandsmótið í Judó - Viðar Guðjohnsen Félagi minn Viðar Guðjohsen sem ég æfi mikið með skrifaði þessa grein um bardagana sína á Íslandsmótinu í Judó. Ég hvet aðra að gera svona líka þegar þeir keppa og senda inn sem grein.

Bendi ykkur siðan að skoða síðuna hans þar sem þesa grein er að finna.

http://vidargudjohnsen.blog.is/



Íslandsmótið í Júdó var haldið í dag, laugardaginn 31. mars. Judo

Keppendur voru óvenjulega margir og mótið mjög erfitt.

Ég tapaði fyrstu viðureign minni við Axel á umdeildu fullnaðarkasti. Axel var þó miklu betri í glímunni og átti sigurinn fyllilega skilið.

Næstu viðureign vann ég á fastataki eftir keppni við mjög óútreiknanlegann andstæðing.

Þriðja viðureignin var stutt og vann ég hana á fullnaðarkasti. Andstæðingurinn sótti hart en féll fyrir öflugu mótbragði.

Fjórða viðureignin var mín besta. Glímdi ég vinstra meginn og náði mínu fallegasta kasti hingað til. Andstæðingurinn var mjög sterkur og átti ekki von á slíkri flugferð sem endaði með hörðum skell. Því miður virðist sem enginn hafi náð að festa það á filmu.

Fimmta og síðasta viðureignin mín var um bronsið og var hún strax að lokinni fjórðu viðureign. Mér var boðið að hvíla mig í tvær mínútur, þeirri hvíld hafnaði ég enda kominn í vígaham eftir kastið í fjórðu viðureign. Glíman hófst með nokkrum sóknum, ein þeirra endaði í gólfbardaga. Eftir að hafa náð mjög öflugu hengingartaki á andstæðinginum stoppaði dómarinn glímuna og lét okkur standa upp, voru þetta þau alstærstu dómaramistök sem ég hef upplifað. Eftir langa og erfiða glímu náði andstæðingurinn mér í fastatak og keyrði höfuð sitt að svo gríðarlegu afli í eyrað mitt að kælingu þurfti að glímunni lokinni. Fastatak hans leiddi til sigurs.

Úrslit Íslandsmótsins voru eftirfarandi:



Opin flokkur Karla
1. sæti Þorvaldur Blöndal, Árrmann
2. sæti Birkir M. Benediktsson, JR
3. sæti Heimir Haraldsson, Ármann

+100 kg
1. sæti Þormóður Á. Jónsson, JR
2. sæti Heimir Haraldsson, Ármann
3. sæti Gunnar Páll Helgason, JR

-100 kg
1. sæti Þorvaldur Blöndal, Ármann
2. sæti Guðmundur Sævarsson, Ármann
3. sæti Birkir Már Benediktsson, JR

-90 kg
1. sæti Jósep B. Þórhallsson, JR
2. sæti Jón Gunnar Björgvinsson, Ármann
3. sæti Jón Kristinn Sigurðsson, KA
3. sæti Baldur Pálsson, JR

-81 kg
1. sæti Axel Ingi Jónsson, JR
2. sæti Snævar Már Jónsson, JR
3. sæti Guðmundur T. Ólafsson, UMFS
3. sæti Hans R. Snorrason, KA

-73 kg
1. sæti Eiríkur I. Kristinsson, JR
2. sæti Kristján Jónsson, JR
3. sæti Hermann R. Unnarsson, JR
3. sæti Birgir Páll Ómarsson, Ármann
Stjórnandi á