Norðurlandamótið 2007 í TKD Hérna er samantekt frá www.taekwondo.is

Ferðasagan

Mæting var í Leifsstöð snemma á föstudagsmorguninn og þaðan flogið til Svíþjóðar, Adrian, Hulda og Poul hittu okkur í Stokkhólmi.

Eftir komuna á hótelið hafði hópurinn frjálsan tíma fram að vigtun. Allir flugu gegnum vigtunina og að henni lokinni borðaði hópurinn saman og hélt stuttan skipulagningafund. Undir kvöld fóru fram stuttar æfingar og síðan var farið snemma í rúm.
Seint á föstudagsmorgninum fengum við að vita að fyrst yrði keppt í cadet flokki ( það voru víst bara Svíar og Finnar sem vissu að það yrði keppt í þessum flokki og því voru þeir einu sem voru með keppendur). Þvínæst yrði keppt í unglingaflokki og eftir hádegi í fullorðinsflokki.
Á laugardagsmorguninn mætti hópurinn í upphitun klukkan 8. Um klukkan 7:30 var því mikil örtröð við matarborðið á hótelinu þar sem 300 keppendur, Þjálfara, dómarar og aðstoðarfólk mættu samtímis.
Unglingahópurinn lagið af stað á samt Poul, Axel og Rósu um kl. 8,30 og tók gönguferðin um 10 mín. Upplýsingar um keppendur, bardaga og mótherja voru sama og engar þegar á mótsstað var komið, einu upplýsingarnar voru bardaganúmer. án upplýsinga um andstæðinga. Síðar fundust þær upplýsingar á einum veggnum í keppnishöllinni.
Sara, Adrian og Daníel stóðu sig öll mjög vel. Sara keppti þremur bardögum og vann þá alla og fékk gullverðlaun. Adrian vann fyrsta bardagann en tapaði undanúrslitabardaganum og varð í 3. sæti. Daníel stóð sig mjög vel í sínum bardaga en náði ekki að sigra, þess má geta að Daníel var að keppa á sínu fyrsta Norðurlandamóti.

Pommse liðið keppti í hádeginu, fyrstur keppti Magnús, og síðan Hulda Rún og Sandra. Hulda Rún komst í undanúrslit, en smá mistök urðu til þess að hún komst ekki í úrslit.

Ég náði ekki að horfa á poomse keppendurna okkar þar sem Nordic formum fundurinn fór fram á sama tíma.
Á honum var ákveðið að Ísland heldur Norðurlandamótið 2009. Einnig var talað um ýmis önnur atriði eins og HM og ferðatilhögun. Áhugasömum má benda á að Norska Sambandið verður með hópferð á mótið, sjá frekar norsku heimasíðuna. Ólympíuúrtökumótin, nýjar reglur WTF í poomse voru einnig á dagskrá ásamt fleiru.

Keppni í fullorðinsflokki í bardaga hófst kl. 14.
Okkar fólk stóð sig mjög vel.
Björn og Helgi mættust í úrslitum í -78 kg og fór Björn með sigur af hólmi.
Rut lenti á móti sænskri stelpu, sem hafði verið í þriðja sæti á EM.
Þar sem upplýsingar um andstæðinga voru ekki ljósar fyrr en of seint er einungis hægt að skrifa um verðlaunafjölda.

Gull, Björn
Silfur, Sólrún, Rut og Helgi
Brons, Anna og Haukur

Eftir mótið þakkaði Poul fyrir daginn og hópurinn fór út að borða saman um kvöldið. Flestir fóru snemma að sofa, þar sem við þurtum að fara snemma út á flugvöll næsta morgun. Þegar við vöknuðum á sunnudagsmorgun var kominn þó nokkur snjór og starfsfólk hótelsins mælti með að við færum með lest út á flugvöll. Þá kom það sér vel að Edvardo og Axel höfðu oft farið þessa leið og vorum við því nokkuð fljót út á flugvöll.
Hulda fór með norska liðinu heim og var áætlað að þau yrðu 10-12 tíma með rútunni.

Ég vil þakka öllum keppendum fyrir frábæra ferð og frábæran árangur.
Einnig vil ég þakka Sigursteini og Eduardo, sem voru okkur til halds og Traust, þó að þeir væru á eigin vegum.


Bardagarnir og úrslit frá NM2007


Bardagar:

Adrian - Jon Ludvig frá Danmörk (fyrsti bardagi)
1. lota. 2-4 fyrir Jon. Adrian gerði árásirnar en daninn svaraði með stuttum, snöggum gagnárásum og hafði yfirhöndina eftir fyrstu lotu.
2. lota. Adrian náði góðum tökum á hraðanum í bardaganum og jafnaði metin, 4-4.
3. lota. Adrian náði nokkrum góðum gagnárásum í þriðju lotunni og Jon virtist missa sjálfstraustið og Adrian sigldi fram úr. Daninn var kominn með tvö heil mínusstig og sigur Adrian frekar öruggur.
Úrlsit: Adrian 12-8 Jon

Adrian – Mahdi Ashir frá Svíþjóð (Annar bardagi Adrian og undanúrslit)
1. lota Bardaginn byrjar illa fyrir Adrian, Mahdi nær að svara vel og fær stig fyrir allt sem hann gerði en Adrian náði ekki að sannfæra dómarana og tapaði 1. lotu 3-6.
2. Mahdi hélt áfram að ná gagnárásum og sigldi fram úr. Adrian stóð sig vel en fékk ekki stigin fyrir það sem hann gerði.
Úrslit Adrian 4-11 Mahdi (Bardaginn endar á sjö stiga reglunni).

Daníel Jens - Erik Bratlie frá Noregur
1. lota. Daníel byrjar illa, andstæðingurinn nær strax inn nokkrum stigum, allt eftir gagnárásir. Erik nær að lesa Daníel strax í byrjun og sigldi fram úr honum, öll stig eftir að Daníel byrjaði árásir en fékk stutta snögga gagnárás á sig til baka. 0-5 eftir fyrstu lotu.
2. Erik klárar bardagann á sama hátt og í I. lotu, 0-7 og Daníel var úr leik.
Úrslit: Daniel 0-7 Erik

Sara – Sabrina Heuser frá Danmörk (Fyrsti bardagi)
1. lota 3-1, Sara náði góðum gagnárásum og virtist vera frekar örugg.
2. lota. 5-4 andstæðingurinn náði sér á strik. Sara leyfði henni að komast aftur inn í bardagann.
3. lota. Sara vaknar aftur, nær góðu sparki í höfuð og vankar andstæðinginn. Bardaginn endaði 10-6 fyrir Söru en hefði alveg getað farið mun betur og klárast fyrr.
Úrslit: Sara 10-6 Sabrina

Sara - Mimmi Petreas frá Svíþjóð (Úrslitabardagi)
1. lota. 2-1 Sara heldur uppteknum hætti og náði góðum gagnárásum.
2. lota. 3-3 Andstæðingurinn kemst aftur inn í bardagann.
3. lota. Sara nær að halda forskotinu með gagnárásum og var frekar örugg.
Úrslit: Sara (Gull) 8-7 Mimmi

Gauti – Goran Asaad frá Svíþjóð
1. lota. 2-1 Gauti náði forskotinu með gagnárásum og stuttum spörkum.
2. lota. Gauti eykur forskotið og virðist mjög öruggur.
3. lota. Í blálokin nær Goran að jafna 9-9 og Gauti fær aðvörun og með henni heilt mínusstig. Bardaginn fer því 8-9 fyrir svíanum. Virkilega góð frammistaða á móti sleipum andstæðing.
Úrslit: Gauti 8-9 Goran

Helgi Rafn – Elias Ishida frá Svíþjóð (Fyrsti bardagi)
1. lota. 4-5 fyrir svíanum. Helgi nær ekki að stjórna bardaganum og andstæðingurinn nær stuttum gagnárásum.
2. lota. Helgi nær frábærum árásum og truflar Elias sem missir stjórnina á bardaganum og lotan endar 9-9.
3. lota Helgi “Flex” kominn með sjálfstraustið og klárar bardagann 12-10
Úrslit: Helgi 12-10 Elias

Helgi Rafn – Michel Chauhan frá Finland
1. lota. Michel byrjar með miklum krafti og nær fljótt góðri forystu. Helgi nær ekki að svara hraðanum í árásunum hjá finnanum, lotan endar 2-6 fyrir Michel.
2. lota. Helgi bætti sig mikið, nær inn axarsparki og hvirfilsparki og vankar andstæðinginn. Lotan enda 6-7 fyrir Finlandi.
3. lota. Helgi nær stjórn á bardaganum og sigrar að lokum 10-9, glæsilegur árángur hjá honum og hann kominn í úrslit á móti hinum íslendingnum í flokknum.
Úrslit: Helgi 10-9 Michel

Björn – Robert Honningsdalsnes frá Noregur. (Fyrsti bardagi)
1. lota. Björn vinnur fyrstu lotuna létt 6-1.
2. lota. Björn ræður algerlega ferðinni og skoar með allskyns árásum, bardaginn fer 10-3, öruggur sigur.
Úrslit: Björn 10-3 Robert

Björn - Helgi Rafn. (Úrslitabaragi)
Í fyrsta sinn sem Íslendingar komast í hreinan úrslitabardaga á NM. Björn vinnur öruggt 9-2. Góður dagur fyrir báða íslensku keppendurna í -78kg flokknum.
Úrslit: Björn 9-2 Helgi (Bardaginn endar á sjö stiga reglunni)

Haukur – Petter Gryding frá Svíþjóð.
1. lota 2-2, haukur fékk á sig stuttar einfaldar gagnárásir.
2. lota. Petter heldur áfram að raða inn sturrum gagnárásum og tekur aðra lotu, 3-5.
3. lota. Petter raðar inn stuttu spörkunum og sigrar 7-12.
Úrslit: Haukur 7-12 Petter

Sólrún - Christina Rasmussen frá Danmörk (Úrslitabardagi)
1. lota. Daninn nær fullri stjórn alveg frá byrjun og endaði bardaginn 2-9 í fyrstu lotu.
Úrslit: Sólrún 2 – 9 Christina

Sigríður - Rachel Wilson frá Svíþjóð.
1. lota. 3-3 eftir fyrstu lotu. Sigríður náði góðum gagnárásum á andstæðinginn.
2. lota. Andstæðingurinn náði að stjórna bardaganum í lotunni og vann.
Úrslit: Sigríður 8 – 12 Rachel

Anna – Christina Rasmussen frá Danmörk.
1. lota. Anna stóð sig ágætlega en andstæðingurinn náði stjórn á bardaganum með stuttum gagnárásum 4-7 eftir fyrstu lotu.
2. lota. Christina gefur í og nær að klára bardagann
Úrslit: Anna 6 – 12 Christina

Rut – Karolina Kedzierska frá Svíþjóð (Úrslitabardagi)
1. lota. Rut sein í gang og andstæðingurinn stjórnar frá byrjun 0-4 eftir fyrstu lotu.
2. lota. Karolina heldur góðum tökum á hraðanum í bardaganum og sigrar
Úrslit: Rut 6 – 12 Karolina

Púmse keppendur stóðu sig ágætlega. Þau voru að fá hærri einkunnir en áður. Hulda komst í aðra umferð en Magnús og Sandra féllu úr keppni í byrjun.


Tvö gull, þrjú silfur og þrjú brons á NM2007

Björn Þorleifsson og Sara Hvanndal Magnúsdóttir urðu Norðurlandameistarar nú um helgina í Stokkhólmi.

Björn, sem er margfaldur Norðurlandameistari, gerði það gríðarlega gott og virtist ekki vera í neinum vandamálum frá upphafi. Hann kláraði alla bardagana sína á sjö stiga reglunni. Björn keppti í -78 kg. flokki.

Sara gerði það einnig gott í -68 kg. junior flokki. Hún stóð sig gríðalega vel og vann báða bardagane mjög öruggt.

Rut Sigurðardóttir, Sólrún Svava Skúladóttir og Helgi Rafn Guðmundsson fengu öll silfur. Auður Anna Jónsdóttir, Haukur Daði Guðmundsson og Adrian Rodriquez fengu brons.

Hulda Rún Jónsdóttir náði einnig góðum árangri í Poomse (tækni), en hún komst áfram í undanúrslitin, sem er mjög góður árangur.


Texti eftir Erling, Sigurstein og Rósu
Stjórnandi á