Bardagalista ferill þinn angaði bara svona að fá að kynnast fólki sem er virkt hérna betur og þeir sem hafa áhuga geta rakið um bardagalista feril sinn eða hvað fékk þig til að æfa bardagalist

Ég byrjaði eins og flest allir í bolta íþróttum mest körfubolta og síðan fótbolta… æfði alltaf með þeim sem voru eldri því flestir félagar minir sem æfðu voru einu ári eldri.

Síðan var maður settur í skákina enda á stóri bróðir yfir 100 skák medalíur, norðurlandameistar titil og fleir og fleira fannst það reyndar gaman þegar ég var ungur en datt svo úr því

síðan kom að bardagalistunum byrjaði í Karate hjá Fjölni en það voru svo drep leiðinlegar æfingar og kennarinn var alltaf að kenna beint uppúr bók sem ég á hérna enþá uppí hillu hætti snemma í því. Annað sem maður var oft að spreyta sig í var júdóið en pabbi besta vinar minns var á fullu í þessu og vorum við oft að horfa á eða nánast alltaf og spreyta okkur stundum sjálfur. Þá oftast á móti þeim fullorðnu í “djóki” fór samt á nokkrar júdó æfingar en var mjög langt að fara og datt það út þótt ég hafði mjög gaman að því

Þá fékk ég sendan bækling heim og íþróttir í hverfinu og tók eftir Taekwondo sem frændi minn hafði æft út í danmörki… skelltum okkur 5 félagar á þessa æfingu og síðan næstu komu fleiri höfum verið svona 10 í heildina 6 af þeim í dag eru komnir með 1 eða 2 .dan hinir 2 hættu með appelsínugult - blátt belti og 2 tóku rauðabeltið

Þetta var bara eitthvað sem maður festist í og er það held ég mest þjálfaranum að “kenna” hehehe. Mjög skemmtilegur og ungur sem var alltaf með skemmtilegar æfingar. Þegar ég tala um skemmtilegar þa´meina ég ekki leiki og fjör. Við höfum lent í öllu látið berja okkur sundur og saman þangað til við gátum varla staðið eða andað. Hlaupið suciside upp skíðabrekku á landsliðsæfingu þar sem maður vissi ekki hvað maður hét eftir það

Þetta var eitthvað sem heillaði mig mjög. ég náði 2.dan snemma á þessu ári og held ótrauður áfram

Ég tel mig vera kyorugi keppandi (Eða bardaga) og keppi ekki í Poomse eða Kata (karate) þar sem það heillaði mig aldrei og var minn veikasti hlekkur. hef átt góðan feril að baki í bardaga

Síðan byrjaði að kítla mann smá mma fílingur þar sem mér fannst svo heillandi að horfa á UFC OG PRIDE og seinstu 2 ár hefur maður verið að spreyta sig í þessu með félögunum og gengið ágætlega þótt maður væri örugglega talsvert betri ef maður myndi æfa þetta með Mjölni nokkrum sinnum í viku en það kemur kannski seinna

Þetta er svona minn bardagalista ferill hvað með ykkar?

kv HwaRang
Stjórnandi á