SYSTEMA SYSTEMA

“Í sjálfsvörn, er ómögulegt að notast við einungis eitt kerfi… það er nauðsynlegt að hafast við allar nauðsynlegar aðferðir úr öðrum stílum, ef það leiðir til sigurs.” - V. Spiridinov

“Virkar mjög vel… hin eina bardagalist sem þú þarft að kunna þér til lífs í hinum raunverulega heimi.” – New Mexico Law Enforcemnt Journal

“Tæknin er einföld og vígaleg, praktísk og áhrifarík, byggð á fáeinum einstökum og kröftugum undirstöðum.” – American Survival Guide

Ágæti lesandi: Hér skyldi þá fylgja nokkurskonar samandráttur á því efni sem gæti helst talist ‘lausleg’ útskýring á bardaga-aðferðum hins rússneska Systema ásamt meðfylgjandi sögu, heimildum og frekari upplýsingum. Þó vildi ég minnast þess að meginþorri neðanverðs efnis er óbein þýðing – hvorki meira né minna – á þeim upplýsingum sem ég rak klærnar í á Wikipedia hér á dögunum og lagði í samfelldan þráð hér á Huga fyrir stuttu…

Saga og þróun Systema
Systema, eða ‘Kerfið’ (‘Система’ á rússnesku) er að öllu leyti – og þá líklegast (???) - barn síns tíma og afsprengi Kommúnismans í Sovétríkjunum áðurnefndu, stundað af lífvörðum Stalíns heitins (Sokoli Stalina) og notað – ásamt mörgu öðru - af sérsveitum innan Spetsnaz herdeildanna (Voiska Spetsialnogo Naznachenia) á dögum Kaldastríðins. Nokkuð sérstætt á meðal margvíslegra rússneskra bardagalista - td. Sambo og Boinia – gengur kerfi Systema út á nær endalausa þróun og samfleytni ásamt einskærri áherslu á ‘lifandi’ þjálfun (sparring) í stað forms (Kata) og bundinna æfinga. Einblínt er á notkun hinna ‘6’ líkamsleiðara (póla???), þ.e.a.s. olnboga, háls, hné, mjöðm, ökla og axlir til einfaldra og afberandi áhrifaríkra aðferða á ófriðarstundum, en áhersla er einnig lögð á notkun þrýstipunkta og veikra svæða líkamans ásamt niðursnúning og glímu, með og án vopna af ýmsu tagi.

Eins og nafnið ’Systema’ gefur sjálfsagt til kynna að einhverju leyti; þá er ekkert ákveðið heiti eða stíll til fyrirstöðu, en einfaldleiki og meðfærni látin liggja í fyrirrúmi, hvort sem í undirstöðu eða aðgerðum þó svo að mismunandi fræði og kenningar um mannslíkama (td. vöðva og líffæri, taugakerfi og öndunarveg), sálfræði og dulspeki andans séu íhuguð nánar. Það sem virðist – yfir höfuð – einkenna kerfið; er hvað tækni og kunnátta virðist látin víkja fyrir eðlilegri þróun hvers einstaklings við þær aðstæður sem myndast er áflog og illindi eiga sér stað.

Þó sumir hverjir telji drög að upphafi Systema liggi jafnvel í höndum og fótum hinnu þjóðsagnakenndu Bogatyr riddara á tíundu öld, þá er eitt fyrir víst; að sannanir eru nánast nær ófáanlegar og margvíslegar hugmyndir (hugdettur) þar af leiðandi látnar ráða ríkjum. Mismunandi kenningar telja Systema annaðhvort; einungis eina tegund af rússneskri bóndaglímu á lokastigi, uppsettri og samanstilltri til lífsviðurværis sona Rússíu þá er á hólminn væri komið, eða þá afsprengi kynslóða sérfræðinga innan íþróttavísindadeildar Sovétveldisins gamla, notað til samsteypu á bardagaaðferðum mismunandi landa til uppbyggingar á dugandi leið til skjóts og tímabærs dauða andstæðings. Ef svo reynist rétt, þá er talið að Systema sé hvorki meira né minna en afleiðing ‘Samoz’; afkvæmi Hr. Victor Spiridonov, föður nútíma Sambo og – þá – skapara Systema í fríðu föruneyti annara sérfræðinga í bardagaaðferðum og handalögmálum ýmiskonar… En margir hverjir telja einmitt ástæðuna fyrir skyndilegri afhjúpun Kerfisins, í kjölfar þjóðfélagslegra og pólítískra umbreytinga Sovétlýðveldis fyrir lok síðustu aldar, einmitt þá; hversu ráðamenn höguðu sér með öll innanríkis og hernaðarmál, þá sérstaklega aðferðir og þjálfun öryggissveita fyrir tíma Opinberunarstefnu Gorbchevs og samsvarandi fall Kommúnismans.


Systema nú á dögum
Þrátt fyrir sívaxandi vinsældir og nánast nær ófyrirbyggjandi afhjúpun Systema, virðist margt enn liggja í laumi og efasemdarmenn – þó oft reiðubúnir til sannreynslu kerfisins – neyddir til að halda velli gegn fyrirliggjandi dulspekiáráttu, efasömum og oft tvíræðum aðferðum, vísvitandi tvífeldni og – sýnilegu - endalausu leynimakki aðstandanda. Þrátt fyrir áskoranir og útskýringar á báða vegu; virðast engin skil dregin og engar staðfestingar, gegn eða gagnsamar, á palli til ótvíæðar sönnunar á hvorn veginn sem skyldi. Forsprakkar kerfisins virðast þó standa fyrir sínu að einhverju leyti og telja sumir stutt í að dæmið muni slá sinn eigin þráð er keppnismenn – með Systema þjálfun sér að baki – hefja sókn og stíga fyrstu sporin innan hrings blandaðra bardagalista. Á annan völlinn er þó enn fremur troðið og þjálfun Systema boðin vegsamlega á borð; til bóta á aðferðum mismunandi bardagalista og íþrótta, þó enn fremur sem sjálfstætt kerfi innan ramma sjálfsvarnarþjálfunar og ofbeldisvarna. Hvernig sem að er komið og farið; virðist þó eitt sett á von sem vísu og það er þá hversu tíminn skyldi telja kerfinu annaðhvort til sanninda og fótfestu meðal heimsþekktra bardagastíla, eða þá til glötunar og skammlífis innan hrings sovéskra sérfyrirbrigða sem væru þá best grafin á laun án frekari væntinga…

…En um þessar mundir virðist kerfið í talsverðri aukningu á heimsvísu og kennsluaðferðir þá jafn fjölbreyttar sem einstaklingsbundnar – í fullu samræmi við upphaflegar kenningar - þrátt fyrir einungis tvo höfuðpaura sem aðhyllast kerfið frá sitthvorum sjónarhólnum:

Ryabko Systema
Þessi angi af kerfinu gengur frá Hr. Mikhail Vasilyevich Ryabko, ofursta í rússneska hernum með sérútgefinn hershöfðingjatitil vegna ýmissa – óuppgefinna – öryggisatriða. Með talsverða þjálfun í mismunandi bardagalistum ásamt reynslu og þekkingu innan sérsveita hins rússneska hers, heldur Hr. Ryabko sínar höfuðstöðvar í Moskvu og breiðir út sína þekkingu undir verndarvæng rúsnesska innanríkisráðuneytisins. Eftir rúmlega tuttugu ára kennslu og þróun á Systema; virðist leiðin greið og grundvöllur rússneskra bardagaaðferða lagður til stoða áhugasamra sem atvinnumanna um heim allan. Helsti nemandi og aðstoðarmaður hins gilda leiðtoga kerfisins; er Kanadabúinn Hr. Vladimir Vasiliev - einnig með tiltekna reynslu og bakgrunn í sérsveitarhernaði - sem iðkar og framfærir allsherjar þjálfun Systema í vestrænum höfuðstöðvum hreyfingarinnar, nánar tiltekið í Toronto borg þar sem margur ferðalangurinn kemur við og sýgur merginn þar sem næst kemst beininu…

Þótt mest beri – vitanlega – á alræmdum og áhrifaríkum bardagaaðferðum Systema hjá þeim kumpánum, virðist þó alúðlega lagt að andlegri, líkamlegri og sálrænni hreysti þar í garði ásamt guðrækni og góðum siðum. Í stuttum og hnitmiðuðum viðtölum; er hispurslaust talað um viðmót og mannlega bresti, hvernig öðlast skyldi góða og gilda eiginleika á sem öruggastan og líkamsvænan hátt, en öllu heldur forðast illúð og grimmilegar aðfarir sem oft virðast einkenna harðsnúna áhugamenn fremur en þó sem gerst hafa reynslunni ríkari. Aðspurður, kveður Hr. Ryabko í belg sér og segist fremur vilja einblína á góða og mannlega hegðan í stað grettni og ofsafenginna atlagna: ‘’Hreyfing frekar en form og sjálfskemmandi púl…’’

Kadochnikov Systema
Aleksey Alekseyevich Kadochnikov er sannarlega einn af frumkvöðlum Systema á innlendum sem alþjóðlegum grundvelli. Ólíkt Ryabko aðferðinni og samliggjandi áherslu á sögulegt/þjóðernislegt ígildi ásamt mórölskum staðhæfingum, virðist Hr. Kadochnikov einblína á lífeðlis- og sálfræðilega hlið bardagahegðan til vísindalegrar þróunar á handalögmálum. Í stað tækni og fantabragða, er áherslan lögð – að mestu – á hreyfingar, aðstæður og þyngdarlögmál til framfærslu mannlegar getu og námseiginleika. Byggt að mestu á spiridinovísku Sambo og annari glímutækni, hefur Kadochnikov haldið sér við efnið síðan 1962 og síðan þá; ættleitt sem uppgötvað nýjar og betri aðferðir í samstarfi við aðra sérfræðinga á forsendum ríkis og bæjar.

Þó ferill Kadochnikovs sé að mestu leyti – ef ekki eingöngu – byggður á rannsókn og kennslu (þó á vegum hersins) fremur en hergöngu og þjónustu sem skyldi, í líkingu við Ryabko og félaga, þá hefur hann hlotið samþykki og viðurkenningu hins rússneska ríkis ásamt löglegum, skrásettum eignarrétt á afkvæmi sínu og öllu því er fylgir. Í dag rekur hann ‘Hina Alþjóðlegu Akademíu Persónulegs Öryggis (International Academy of Personal Safety) við Tækniháskóla Krasnodar í Kuban, Rússlandi, (Krasnodar Polytechnical Institute) og kennir þar óbreyttum borgurum jafnt ríkisstarfsmönnum.


Algengur miskilningur um Systema
Þá er skotin ganga og rök ryðjast gegn óbifandi kröfum um sanngildi og/eða sannfæringu, virðist þokukennd móðan þynnast út og alhliða skilningur á ‘réttum’ aðferðum kerfisins færast í aukana samkvæmt kröfum réttsýnna. Hversu þá réttlætiskennd og móralskur boðskapur virðast oft ráða ferðinni, enda friðsamleg iðkun þá fyrir öllu í skugga hins opinbera, er oft leitað á ný mið og undur nýaldar – og samsvarandi kenningar – gefin á lausu. Hvort sem talið sé á guð og góða menn eða þá á ómælanleg djúp sálarinnar; þá virðast oft eftirfylgjurnar og hermikrákurnar grípa þannskonar boðskap á lofti og/eða úr höndum upphafsmanna, fylla í skorðurnar og selja svo hungruðum vesturlandabúum sem gráðugir gleypa allt hvað að kjafti kemur…

Sér til stoðar og styrkleika gegn ásökunum um endalaust bull og kukl í hvívetna; viku forstöðumenn Ryabko kerfisins til í sætinu og göldruðu fram eftirfarandi lýsingu til frekari útskýringa á aðferðum og innihaldi Systema í hnotskurn:

1. Systema inniheldur samansafn og/eða námskerfi sérstakra bardagaaðferða: Í raun; gengur kerfi Systema út á staðgengnar og ‘raunæfðar’ þjálfunaraðferðir frekar en samansafnaða tæknikunnáttu og fyrirhugaðar æfingar. Nemendur eru hvattir til að notast við þessar ‘aðferðir’ á skapandi hátt og prófa sig áfram innan breytilegs ramma víðtækra, tæknilegra sem umfangsverðra, möguleika.

2. Systema samanstendur eingöngu af ‘hægum’ sparring aðferðum: Í raun; notast Systema við raunæfðar og hægar þjálfunaraðferðir til þess einungis að gera nemendum kleift að nálgast hin ýmsu brögð og margvísleg atriði kænsku sem aðlögunar. Vitanlega gerast þessar æfingar þeim mun hraðari og raunhæfari eftir því sem hver og einn þjálfast, æfist og þróast til meðhöndlunar ítarlegri og þá mun ‘hættulegri’ meðferða.

3. Systema framfærir hugkröftugar árásir og aðrar sérstakar, undursamlegar og töfrandi bardagaaðferðir: Í raun; innihalda æfingar Systema mismunandi hreyfi- og viðkvæmnisaðferðir sem oft – við fyrstu sýn – virðast sem sýningar og framkvæmdir byggðar á hugarorku. Það sem virkilega ber við; eru gefin fyrirmæli – þá með lauslegum bendingum þjálfara – til nemanda að beita sér nokkuð sérstaklega til falls og/eða frá ‘hættu’ einhverskonar, en svo ber oft við með opinni hendi eða öðrum svipuðum hreyfingum. Utan texta og innihalds, má taka þessu sem ‘dulkröftugum’ aðgerðum svosem hugarorkuðu kasti eða höggi.


Systema æfingar og aðferðir
Þá er hin fyrstu skref nemandans eru tekin og gengið inná æfingasal, völl eða skógarrjóður; blasir oftast við blandað föruneyti misklæddra manna sem skemmta sér léttilega við æfingar… sumir hverjir á peysu og strigaskóm, en aðrir í hermannaklossum og felulituðum brókum. Stemningin er ráðin rósömum áhuga, þó þrotlausri hreyfingu og afslöppuðum – þó mjög svo erfiðum - æfingum er byggja á slökun líkamans fremur en uppspenntum þolæfingum og stífandi kraftþjálfun. Menn skiptast reglulega á og ganga hiklaust á milli, byrjendur sem reyndir á sama velli; engar gráður og/eða skipan sérútvaldra yfir sér minni máttar. Hér eru allir velkomnir og hver látin ráða sínu takmarki á eigin vísu, þó vitanlega séu góð ráð gefin og þegin…

‘’Posnai sebia (þekktu sjálfan þig)’’ er hugtakið sem virðist liggja samhliða allri þjálfun Systema og er snemma farið að vinna að undirstöðuatriðum ýmisskonar, þar á meðal: Frelsun hvers einstaklings frá ótta gegnum flæðandi, áhrifaríkar og óstöðvandi hreyfingar, sem og – samfara – lausn undan ávinnandi stressi og óöryggi er skapast reglulega við erfiðar kringumstæður hversdagslífs, þá sérstaklega undir því líkamlega og andlega álagi er ríkir við hættusamar aðstæður (td. árásir). Námið er í sjálfu sér; einfalt og fljótunnið samkvæmt kerfinu enda framför skjót og áhrifin auðfundin þar sem nýgræðingur er látinn stunda rólegar hugleiðingar á sambandi líkama og viðbragða. Einblínt er að helstu á fjórar stoðir til bóta og þjálfunar: Öndun, form (þó ekki ‘kata’), slökun og hreyfing, en er æft og stefnt að styrkingu þessara atriða með fjölbreyttum og skapandi ‘lífeðlis’ hreyfiæfingum ásamt krefjandi líkamlegum sem sálrænum þrautæfingum er endurhæfa skyldu líkama á viðbragðslægan eða ‘hreyfilægan’ hátt.

Nútíma vísindi hafa sýnt og sannað; að nám er best stundað með skemmtun, leiðbeiningu á einstaklingsbundinni könnun og þátttöku í líkamlegri hreyfingu. Framhluti heilans er sífellt numinn kröftugum skilaboðum hreyfi- og þyngdarafla, sem eru jafnt einstök sem margvísleg eftir mismunandi aðstæðum. Með þróandi örvun framheila gegnum óstjórnlega og aðlögunarsama hreyfingu, vinnur þjálfun kerfisins að heilaörvun á mun hærra stigi og leiðir þar með til fullri innkeyrslu námseiginleika sem sjaldan – eða ekki – finnast við minnisstæða og formfastar æfingar. Svo virðist sem nemendur haldi meiri námsvilja og áhuga þá er tilgreindar aðstæður eru fyrir höndum…

Sér til fullvissu og aukins orðstírs; vegur Systema að flest öllu því er ber að garði sjálfsvarnar og bardagaaðferða, en svo liggur við að athygli er að mestu lögð á hnífa og sveðju árásir/varnir ásamt bareflum af ýmsu tagi sem og léttum skotvopnum. Barist er og lært: Standandi og liggjandi, með og án alvæpnis, gegn einum eða fleiri andstæðingum á eigin vísu og/eða í félagskap… innan sviðs sem utan og er fátt svo að ekki sé að hugað þar sem möguleikar eru nánast nær óendanlegir og að mörgu búið til fullrar reynslu hvers og eins. Æft er innandyra sem utan, í skógi sem á fjalli, á þurru sem votu osfv… En hvernig sem farið er; þá virðist megináhersla alltaf liggja á eðlislægum og rósömum viðbrögðum ásamt hegðun er fyrirbyggir skaða og hættu, hver iðkandi látinn vaxa eftir eigin höfði og ná árangri jafnframt getu og vilja samkvæmt eftirfarandi atriðum:

1. Hin andlega hlið: Gengið er að andlegri virkni nemanda og unnið samkvæmt persónulegum þörfum…
2. Hin sálræna hlið: Sálrænn styrkur er aukinn og þróaður…
3. Hin líkamlega hlið: Líkamleg hæfni er bætt og þjálfuð til muna…
4. Hin heilsufarslega hlið: Heilsa og styrkleiki er látin vaxa…
5. Hin hugarfarslega hlið: Geta og vilji eru látin þroskast og færast með vilja…
6. Hin samfélagslega hlið: Aðlögunarhæfni er virkt og þjálfuð til mismunandi aðstæðna…

Þeir sem stundað hafa og/eða látið reyna á Systema að einhverju leyti; tala flestir – ef ekki allir – um góð áhrif, aukið jafnvægi og rósöm viðbrögð í hvívetna. Árásir og varnir eru rannsakaðar í fyllsta öryggi og á yfirvegaðan –þó ósparsaman – hátt, en innihald og efni virðist þó eftir hverjum þjálfara eftir eigin hentisemi og valkostum. Nýjir og ófyrirsjáanlegir möguleikar gerast vel þegnir, en nemendur sem kennarar eru þó oftast nær með töluverða reynslu sér að baki, hvort sem úr öðrum bardagalistum eða íþróttum sem og úr löggæslu eða dyravörslu, öryggis- og/eða herþjónustu svo fleira væri talið… Sitt er hverjum valið og allir látnir iðka kerfið á sína vegu og þá heldur en hitt, með þeim aðferðum er þeir hafa numið í tímans rás ef þær reynast vel og eru við hæfi. Hvortsem misjöfn stemning og fjörlegt andrúmsloft bjóði upp á sérkenni og val þjálfara eftir eigin þótta eða gangi út á sérstakar meðferðir og fantabrögð Systema hreyfingarinnar, þá virðist sem svo að alger aðgát ráði yfirleitt ríkjum og eftirfarandi ákvæði notuð til vegvísu og öryggis:

1. Gagneyðing: Þjálfun skyldi hvorki vinna gegn líkama né andlegu jafnvægi. Ef vel að staðið; skyldi þjálfun færa aukinn líkamlegan styrk og heilsu (heilun)…

2. Trú: Þetta mæti áskiljast sem; rósemi, sjálfstraust og andleg/hugleg geta. Hver og einn nemur/telur þetta á eigin máta og eftir eigin höfði…

3. Sjálfssamkvæmni: Systema þekkist einnig sem “poznai sebia” (þekktu sjálfan þig). Hver og einn er sérstakur og skyldi beita sér að eigin hætti…

Þá er hræðsla, stirðleiki og ótti víkja frá; hegðun stillist og ró færist yfir nemandann, reynast allir vegir færir og aðgerðir Systema látnar hafa sinn gang. Tekið er á móti mismunandi atlögum með yfiveguðu jafnvægi og þægilegri tilfinningu, fyrirsjáanlegar aðferðir tæknikunnáttu látnar líða hjá og hiklaust tekið á móti því sem fyrir ber; hvort sem flugbeittum – tvíeggja – hníf eða byssusting, barefli sem skammbyssu, eða einungis steyttum hnefa… allar árásir kalla fram svipuð viðbrögð sveigjanlegs og reiðubúins líkama án hugsunar og/eða formlegrar tækni…


Sögulok og álit: Nú hef ég bæði reynt og rannsakað Systema nokkuð ítarlega, þá sérstaklega við gerð þessarar greinar þar sem ég gekk út frá þeirri hugmynd að gefa nokkuð nákvæma lýsingu á þessari bardagalist og þarafleiðandi; varð að athuga málin nánar mér til fullnustu og lesanda – vonandi – til fróðleiks. Ég hleyp hinsvegar ekki undan þeirri staðreynd að ég er mjög svo hlynntur rússneska kerfinu og hvet sem flesta til að prófa það sér til gagns og gamans, þá sérstaklega þar sem það er í alla staði svipað Bujinkan Budo Taijutsu (Ninpo eins og ég stunda það) með áherslu á viðnæmi og þolinmæði frekar en óstjórnlegri heift og stanslausum barsmíðum. Ég tel þetta athæfi geta fyllt vel í skorðurnar og veitt ferska innsýn í hvaða bardagalist/íþrótt sem er; þá sérstaklega á grundvelli sjálfsvarnar, en þar tel ég Systema með því betra sem ég hef kynnst, séð og/eða heyrt…

…En svo að ég skilgreini/útskýri álit mitt nánar og einfaldi efasemdarmönnum tóninn; þá tel ég eftirfarandi kosti þess virði að Systema sé annaðhvort prófað eða stundað, hvort sem af hvatsömum bardagamanni eða áhugasömum iðkanda bardagalista:

1. Öryggi og rósemi: Systema er vinsamlegt, rólegt og jafnsamt athæfi er gengur út á ‘sameiginlegan lærdóm’ frekar en samkeppni og meting…
2. Einfalt og auðlært: Systema er einfalt í eðli sér og lærist fljótt, enda vel brúklegt til skjótlærðra aðferða sjálfsvarnar…
3. Fjölbreytt og skemmtilegt: Margt ber við og nær endalaust hægt að bregða á leik og kynnast nýjum aðferðum sem aðstæðum…
4. Þróandi og áhrifaríkt: Hver einstaklingur fær að ráða eigin mörkum og getur komið sjálfum sér ‘verulega’ á óvart með nýjum (nytsamlegum) beitingum gamalla aðferða…
5. Systema virkar: Ef stundað með opnum og meðtækum huga, þá reynist Systema þjálfun vel undir hverslags kringumstæðum…

Þó ofanvert megi virðast ráða mínum hugsunum eitthvað, sem og áliti, þá finnst mér ég verða taka til og leggja fram það er ég tel galla á kerfi Systema; hvort sem vegna upphaflegrar uppsetningar og aðferða, eða þá af völdum vafasamra kennara og einstaklinga sem oft virðast leggja inn ‘slæma’ og ‘óraunhæfa’ bresti…:

1. Of einhæft: Fjölbreytni og sérkennilegar aðferðir virðast oft gagnsettar klassískum meðferðum, td. notkun á boxhönskum, hlífum og pokum/púðum sem venja líkama við erfiðisvinnu bardaga…
2. Of vinsamlegt: Systema þjálfun virðist oft vanta sviðsetningar (æfingar) er byggjast á heift, reiði, hræðslu og öðru þvílíku er fólk kynnist – nokkuð örugglega – við hættu og/eða árásir…
3. Ímyndun frekar en raunveruleiki: Stórir strákar í dátaleik virðast oft í stríði gegn ímynduðum draugum eigin hugarheims frekar en þeim hættum þessa heims er venjast/verjast skyldi… Ekki svo ósvipað skoplegum ninjum (ahem…) er hamast á víðavangi með spjót, sverð og kaststjörnur…
4. Slæm tækni: Þjálfarar leggja oft sitt af mörkunum og framfæra þá efasamlegar aðferðir (Aikido?!?) gegn grundvelli þeim er Systema byggir á. Virðist oft sem kraftar og tæknilegar aðferðir (sem eiga að ‘virka’) séu við stjórnvölinn (Kempo/Kenpo Karate/Jiu-Jitsu, Krav Maga etc…).

Nú tel ég mig nokkuð þurrausinn og þó til þess búinn að færa þá þekkingu, er ég hef aflað við gerð þessarar greinar, svo til nærri því er ég stunda og held mig við… Mér þykir þó líklegast að áður en yfir líður og lýkur; þá muni ég láta reyna á Systema til fullustu og kynna mér framtíðarmöguleika á kennslu samfara Bujinkan ef svo ber við. Ég sé margt í rússneska kerfinu sem á vantar í mörgum bardagalistum og þá það helsta; einmitt hversu fjölbreytt tilraunastarfsemi og undirgefni virðist ráða aðferðum sem veitt geta ójöfnuðum sigur á síðustu stundu…

Ég þakka að lokum lesturinn, áhugann og þolinmæðina. Lifið og æfið heil…

Kv,

Diðrik/Nekron


‘’Með alla árásargirni þessa heims, býr við sá mikli ótti að gerast fórnarlamb. Rússneska kerfið reynir að frelsa nemanda undan þessari hræðslu og forða þeim frá þeim meiri ógn að gerast árásargjarnt.’’ - Vladimir Vasiliev, The Russian System Guidebook

‘’Bardagahæfni skyldi látin þróast sem ódrepandi vopn sem helst óséð þar til notað og er ómögulega brottnumið á meðan notandi lifir.’’ – Russian Special Forces

”Engar reglur, engin belti, ekkert vesen. Baráttulist án ónauðsynlegrar byrðar.” – Black Belt Magazine


NB: Heimildir og upplýsingar fengust á nokkuð mismunandi stöðum, þó helst á eftirfarandi vefsíðum:

http://www.systemaryabko.ru/eng/default.aspx

http://www.russianmartialart.com

http://www.fight-club.ca

http://www.systemauk.com

http://www.kadochnikov.org