Tekið af www.taekwondo.is

Taekwondosamband Íslands hefur ráðið Master Paul Voigt (5. dan) sem landsliðsþjálfara í bardaga (sparring). Taekwondosambandið telur sig hafa krækt í mikinn happa feng, en Master Paul Voigt er upprennandi og mjög efnilegur þjálfari. Master Paul Voigt hefur verið viðriðinn Taekwondo í um 23 ár og hefur náð góðum árangur, bæði sem keppandi og sem þjálfari.

Meðal keppenda hjá Master Paul Voigt eru: Carolin Persson ( EM silfur og bronsverðlaunahafi, Heimsbikarmóta bronsverðlaunahafi, junior world bronze), Lie Kylorn (EM bronsverðlaunahafi og heimsbikarmóta bronsverðlaunahafi), Karolina Kedzierska (EM silfurverðlaunahaf), Joni Vittanen (EM bronsverðlaunahafi), Roman Livaja (Fjórðasæti á Ólympíuleikum and EM bronsverðlaunahafi). Á síðasta sænska meistaramóti (Svenska Cupen 2) vann lið hans sameiginlega til annarra verðlauna. Frá honum voru 13 skráðir keppendur, unnu 6 til gullverðlauna og 3 til silfurverðlauna.

Landsliðsæfingabúðir verða haldnar 3. – 5. nóvember 2006, um er að ræða 5 æfingar en nánari tíma- og staðsetning verður auglýst síðar. Lágmarkskröfur er blátt belti, bæði í unglingaflokki sem og í fullorðinsflokki. Allir sem staðfastan áhuga hafa á því að komast í landsliðið eru hvattir til að mæta. Þetta er þó ekki eina tækifærið til að komast í landsliðið þar sem fleiri landsliðsæfingar eru fyrirhugaðar á næstunni. Einnig áskilur Taekwondosamband Íslands sér rétt til tilnefninga á einstaklingum í landsliðið.

Fyrir hönd TKÍ
Jón Ragnar Gunnarsson og
Jón Garðar Steingrímsson
Stjórnandi á