Lög um neyðarvörn Langaði bara aðeins að benda fólki á lög um neyðarvörn. Fann þetta inná gömlu tölvunni minni og ákvað að skella þessu inná. Maður hefur heyrt margar sögur af vitleysingum vera að misnota reyslu sína í einhverjum götubardögum eða fyllerís slagsmálum og svo hef ég líka heyrt leiðinlegar sögur um fólk sem hefur ákveðið að aðstoða þá sem minna mega sinn (í þessu tilfelli gamlann mann sem tveir menn reyndu að ræna). Sá sem kom honum til astoðar lenti í því að brjóta annan einstaklinginn á hendi eða fæti man ekki alveg hvort, og lenti í því að vera sjálfur kærður fyrir það þó svo að hann var að koma manninum til bjargar (íslenskt dæmi en hef engan staðfestu um þessa sögu)

Endilega segið frá eigin reynslu af þessu ef þið hafið lent í einhverju svona

12. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940:

* Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til.


* Hafi maður farið út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar, og ástæðan til þess er sú, að hann hefur orðið svo skelfdur eða forviða, að hann gat ekki fullkomlega gætt sín, skal honum ekki refsað.
Stjórnandi á