Ótrúlegt hvílík áhrif Bruce Lee hafði á umheiminn.
Hann gerði t.d. Nunchaku frægt, þó það hafi auðvitað verið vel þekkt í Austurlöndum, þá könnuðust allfáir við það vestar. Myndir breyttust að auki töluvert eftir að hann lék í nokkrum “hit”myndum, menn fóru þá að framleiða í stórum stíl bardagamyndir, og óvíst væri hvort Jackie Chan, eða Jet Li væru svona stór nöfn, ef að Bruce Lee hefði ekki verið uppi. Hann lífgaði líka upp á Kung Fuið sjálft, gerði það frægt, þá gátu jafnvel amaturar nefnt tvær bardagalistir, Karate (sem einhvernveginn allir vita um) og Kung Fu.

Hann hefur líka verið mikið stúderaður gegnum tíðina, og nú er svo komið að það eru Bruce Lee prófessorar í Kína, Bruce Lee heimspekingar, og Bruce Lee er kenndur í mörgu háskólum, hvernig hans vöðva og líkamsbygging var svo tilgerð til að passa inn í bardgalistahlutverk.

Það sem ég er að reyna að segja með þessu er, að við eigum Bruce Lee mikið að þakka(allavega þeim sem líkar bardagamyndir) því hann hafði svo mikið með það að gera að þær lifðu áfram, þær voru byrjaðar að hverfa í grín og byssu myndum. Takk