List eða ekki list... Í raun er þessu skipt í tvo flokka að mínu mati, Bardagaíþróttir og Bardagalistir. Bardagaíþrótt er t.d box, kickbox og þess háttar og hins vegar listir eins og Aikido, Karate, Ju-jitsu og svo framvegis. Listirnar eru þær íþróttir sem búið er að þróa í mörg hundruð ár. Ju-jitsu var t.d bardagaírþóttin sem Samurai-ar notuðu ef þeir gátu ekki notað sverðið sitt, Taekwondo þróuðu bændur, karate þróað af munkum, allt þetta af fólki sem ´þurfti virkilega á þessu að halda. Þetta breyttist í lífstíl, síðan þá hefur mikið fólk helgað lífi sínu þessum listum. Annað sem sker á milli flestra lista og íþrótta er að í íþróttunum eru haldin mót og fólk er bara í raun að reyna að vinna sér inn pening og verðlaun. Ég viðurkenni að í sumum listum er keppt í eins og Karate og Kendo, en keppnir í þessum listum er ekki megin málið eins og íþróttunum.