Eru geislasverðsbardagarnir úr Star Wars myndunum, bardagalist? Núna er ég svona kjánaprik sem hef aldrei skrifað neitt að viti hérna í þessu áhugamáli en það er smá umræða sem ég vil koma á framfæri um hvort að hægt sé að kalla geislasverðsbardagana í Star Wars myndunum bardagalist.

Borin saman við gömlu myndirnar þá er ekki hægt að segja það enda sjáum við bara gamla karla varlega slá prik saman í fyrstu myndinni og eithvað ámóta flott í hinum tveim en þegar nýji þríleikurinn kom út breyttist það allt. Leikararnir sem léku Jedi eða Sith þurftu að þjálfa sig mánuðum saman undir leiðsögn Nick Gillard, sverðameistara til að geta gert suma þessa hreyfinga sem þeir eru með á skjánum.

Til eru víst margar gerðir að mismunandi stílum sem byggjast á að nota styrk eða þokka eða að leggja áhersla á vörn eða árás. Þessir mismunandi stílar sjást víst í myndunum og er Samuel Jackson og Chrisopher Reeve báðir með sinn sérstíl sem enginn annar er með. Flest allir þessir stílar eru hannaðar af Nick Gillard en hann hannaði þær með því að blanda saman Epee, Kendo og bardagastíla með Rapier auk þess að henda inn handarhreyfingar sem tennisspilarar og skógarhöggsmenn nota.

Þegar kom að því að taka upp bardagana í myndunum var ákveðið að leikararnir ættu ekki að fylgja ákveðinni formúlu heldur spila eftir höfði. Þannig náðist fram raunverulegri bardagar úr leikurunum því að þeir notuðu þennan bardagalist til að berjast í alvörunni.

Þó svo að það séu ekki til geislasverð sem sker í gegnum allt þá er fræðilega hægt að gera þetta að keppnisíþrótt með því að nota venjuleg prik. Einnig þyrfti að hrista í burt það tapú að það væri einungis fyrir Star Wars nörda en persónulega fynnst mér þetta vera ofboðslega fallegar hreyfingar sem sjást þarna á tjaldinu.

Kannski ætti maður bara að gá hvort að hægt sé að búa til klúbba nema náttúrulega að George Lucas sé með einkaleyfi fyrir þeim. :c)
Those were my two cents.