Velgengni Sigrúnu Karlsdóttir í USA - TKD Frétt frá www.taekwondo.is.
_______________________________________

Velgengni Sigrúnu Karlsdóttir í USA

Þann 12. mars keppti Sigrún Karlsdóttir á móti í Ohio í Bandaríkjunum, the Mid-American Championship. Mótið var mjög stórt og mikið af keppendum og stóð mótið til klukkan hálf níu um kvöld.
Sigrún keppti í svartabeltisflokki og vann sinn fyrsta bardaga 17-4, í næsta bardaga mætti hún keppanda frá
Minnesota og var yfir 2-1 í fyrstu lotu og 3-2 í annarri en staðan var jöfn 4-4 eftir síðustu lotuna, þá var bráðarbardagi en ekkert stig var skorað. Þá var gripið til dómaraúrskurðar en keppandanum frá Minnesota var dæmdur sigur, sem var mjög óvænt og óréttlátt. Sigrún lenti því í 3 sæti og þurfti að sætta sig við brons.
Sigrún hefur keppt á 6 mótum í Bandaríkjunum síðan hún flutti út til náms og hefur unnið til 3 gullverðlauna, 1 silfurs og 1 brons. Hún er einnig núverandi Michigan State Champion.

Sigrún með bronsið á myndinni.

Texti og mynd: Magnús Örn Úlfarsson