Björn og Sigrún Taekwondofólk ársins 2003 Frá taekwondo.is

Björn og Sigrún Taekwondofólk ársins 2003 - Nýtt


Þau Björn Þorleifur Þorleifsson úr Björk og Sigrún Nanna Karlsdóttir úr ÍR voru valin Taekwondomaður og Taekwondokona ársins 2003 af TKÍ.
Þetta er annað árið í röð sem Björn er valinn Taekwondomaður ársins.
Björn hefur náð góðum árangri á þessu ári. Hann vann meðal annars til gullverðlauna í Bandaríkjunum á American Eagle classic, US Cup og US Master Cup. Hann vann einnig til gullverðlauna á Scandinavian Open 2003 og á Íslandsmótinu 2003. Björn vann svo til silfurverðlauna á Wonderful Copenhagen Taekwondo Tournament.
Björn hefur æft gífulega vel á árinu sem er að líða og m.a. æfir hann með íslenska landsliðinu, ásamt því að hann hefur æft með norska landsliðinu undir handleiðslu Master Michael Jørgensen og því danska undir Master Bjarne Johansen.
Björn er einnig fyrsti Íslendingurinn sem fær B-styrk frá Afrekasjóði ÍSÍ.

Sigrún Nanna sem búsett er í Bandaríkjunum um þessar mundir, hefur einnig staðið sig vel á árinu. Hún vann til gullverðlauna á Íslandsmótinu 2003, ásamt því að vinna til gullverðlauna á The Fourth World Jinmookwan Taekwondo Chapmionship sem haldið er í Bandaríkjunum. Sigrún vann einnig til bronsverðlauna á Wonderful Copenhagen Taekwondo Tournament í sumar.

Útnefning á íþróttamanni ársins fór fram á Grand Hóteli.

Nánari upplýsingar um útnefninguna má finna á heimasíðu ÍSÍsport.is.

Útnefning sérsambanda á sínum íþröttamönnum: Íþróttafólk sérsambanda

Texti: Erlingur Jónsson
Mynd: Fengin frá ÍSÍsport.is
Stjórnandi á