Þetta er tekið af http://www.taekwondo.is en ég vildi deila þessu með ykkur.


Ekki alls fyrir löngu lagði Björn Þorleifsson taekwondomaður úr Björk land undir fót til Ameríku, þar sem hann vann til fyrstu verðlauna á tveimur alþjóðlegum taekwondomótum.

Síðastliðinn laugardag, 8. nóvember, keppti Björn á Scandinavian Open 2003 í Danmörku. Þar keppti Björn í -78 kg flokki karla. Keppendur komu m.a. frá Hollandi, hinum Norðurlöndunum, Þýskalandi og Tyrklandi.

Björn háði þrjár viðureignir og stóð uppi sem sigurvegari mótsins. Fyrsta viðureignin fór 8-0 Birni í vil, önnur viðureignin fór 14-2 Birni í vil og úrslitabardaginn á móti danska landsliðsmanninum Allan Pedersen endaði með sigri Björns 8-2.

Þetta mót flokkast sem sterkt B-mót.

Árangur Björns er einstakur enda á ferðinni íslenskur taekwondo keppandi sem hefur einsett sér að keppa á Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta ári.

Næstu mót sem Björn keppir á eru Bikarmót TKÍ (Taekwondo sambands Íslands) þann 16. nóvember og heimsúrtökumót (í byrjun desember) fyrir Ólympíuleikana í Grikklandi.

Nánari frétt frá Scandinavian Open 2003 koma síðar, þar sem fleiri Íslendingar unnu til verðlauna en Björn á þessu móti.