Undanfarið hef ég skrifað yfirlit yfir nýliðnar MMA keppnir og pælingar í tilvonandi keppnum, en þar sem tíminn er lítill þessa dagana hef ég ákveðið að renna bara stuttlega yfir það helsta sem hefur verið að gerast og er framundan í einum rykk, helst mun ég fjalla um hina frábæru UFC 44 sem var um síðustu helgi og Pride Bushido sem lofar ansi góðu. Einnig mun ég fara stuttlega í mannaflutninga sem virðast vera um það bil að ganga í gegn í bransanum.

ATH! SPOILERAR FRAMUNDAN!!! LESIÐ ÁFRAM Á EIGIN ÁBYRGÐ!!!

1. UFC 44-Undisputed.

It´s official, UFC er komin á rétta braut eftir fremur stefnulausar keppnir undanfarið, eftir UFC 40 virtist sem að Zuffa væri ófært um að byggja á þeirri athygli sem að Ken Shamrock/Tito Ortiz fékk í fjölmiðlum. En með dúndur show í UFC 43 og ennþá betri núna er allt að gerast. Síðasta keppni tók inn meiri tekjur heldur en Ken/Tito þrátt fyrir að Zuffa breytti umgjörðinni og sleppti miklu af “showbiz” látunum í kringum keppnina s.s flugeldunum og ljósashowinu. Nýja UFC lookið er mun meira “Professional”, og stefnan hefur greinilega verið tekin í þá átt að markaðssetja UFC sem íþrótt en ekki skemmtun. Er það mjög gott að mínu mati.

Þungamiðja UFC 44 var náttúrulega sameining beltanna í léttþungavikt þar sem Tito Ortiz reif sig loksins upp úr sjálfselskukastinu sem hann hefur legið í undanfarið ár og lagði beltið sitt á línuna gegn Randy “The Natural” Couture. Loksins myndi öllu baktjaldabrasi ljúka og einn maður standa eftir sem hinn eini sanni LHW meistari. Flestallir bjuggust við að Couture hefði ekki mikinn séns í Ortiz þrátt fyrir frábæra frammistöðu gegn Chuck Liddell í síðustu keppni, aldursmunurinn væri of mikill og Tito of góður wrestler til að lúffa fyrir gamla kallinum.

Segjum bara að Couture hafi sannað í eitt skipti fyrir öll að hann er einn agaðasti og hæfileikaríkasti MMA keppandi allra tíma. Hann hafið einfalt plan gegn Tito og framkvæmdi það af mikilli snilld: taka strákinn niður, setja hann á bakið og hamra duglega á honum. Tito átti aldrei séns. Ef að Couture reyndi að ná fellu gat Ortis ekkert gert til að stöðva hann, og ef að hann reyndi að ná sinni eigin fellu endaði hann oftar en ekki á bakinu, áratuga reynsla Couture af wrestling á heimsklassa stigi gerði það að verkum að hann sá öll múv Titos fyrir og einfaldlega snéri vörn í sókn.

Þegar 25 mínútum af Ground and Pound lauk brast Tito Ortiz í grát….hann vissi að hann var búinn að tapa. Einróma niðurstaða dómaranna var hreint ótrúleg: 50-45, 50-44, 50-44. Vá! Þetta er einn mesti stigamunur sem að sést hefur í MMA, Tito gjörsamlega grúttapaði hverri einustu lotu! Randy Couture hefur greinilega fundið sig svo um munar sem light-heavyweight og stefnir á að verja titilinn oftar en einu sinni. Hverir eru inni í myndinni? Vitor Belfort, re-match við Chuck Liddell, Rich Franklin er drengur sem lofar afar góðu og svo er aldrei að vita nema hinn nýi granni Igor Vovchancyn verði sendur úr Pride til að endurgjalda Zuffa greiðann sem þeir gerðu Pride með að senda Chuck Liddell og Ricco Rodriguez til Japan.

Hinn aðalslagur þessarar keppni var fyrsta titilvörn Tim “The Maine-iac” Sylvia í þungaviktinni, gegn lærisveins Chuck Liddell Gan McGee. Þessir tveir risar(báðir vel yfir tveir metrar) voru ekkert að tvínóna við hlutina heldur létu hnefana tala og í stuttu máli sagt hafði Sylvia betur í bardaga sem samanstóð nær eingöngu af hnefahöggum og var í raun púra box-bardagi. Rothögg eftir einungis eina mínútu og fjórar sekúndur og Sylvia heldur titlinum. Samt er ekki víst að Adam verði lengi í paradís þar sem bæði Frank Mir og Andrei Orlovski gera tilkall til beltisins og Sylvia á þungann róður fyrir höndum sama hvorum þeirra hann mætir.

Þar sem þessir tveir bardagar sem um hefur verið rætt voru alveg nóg til að trekkja að áhorfendur notaði Zuffa tækifærið til að sprauta nýju blóði í keppnina með því að fylla upphitunarbardagana af nær óþekktum, ferskum keppendum. Nöfn eins og Karo Parisyan, Hermes Franca, Jorge Rivera og Rich Franklin eru kannski ekki á allra vörum en þeir tilheyra hiklaust næstu kynslóð keppenda.

Karo Parisyan vakti mikla athygli með sigri sínum á Dave Strasser, Karo er fantagóður grappler með óhefðbundinn stíl, hann er fimmti á styrkleikalista bandaríska Judo sambandsins og einnig þjálfaður af Gene “Judo” LeBell og sambo-meistaranum Gokor sem einnig kenndi Oleg Taktarov. Karo hefur eytt miklum tíma í að yfirfæra Judo köst yfir í notkun án Gi og það var einstaklega fallegt Sumi Gaeshi yfir í Ude Garami/Kimura sem að færði honum sigurinn í fyrstu lotu. EInnig náði hann Drop Ippon Seionage og Osoto Makikomi á Strasser.
Ef þið viljið sjá það sjálf þá er videofæll með köstunum hans hér:

http://www.judoclub.ca/mpegs/KaroParisyan.mpg

Kannski Karo verði maðurinn sem endurheimti heiður Judo í MMA, Yoshida er ekki beinlínis að gera góða hluti í Pride vinsældarlega séð. Einnig er Karo lífsnauðsynleg vítamínsprauta fyrir hina fremur daufu milliviktardeild, og er góð viðbót við Niko Vitale, Matt Lindland, Phil Baroni(þegar hann er gróinn sára sinna) og Sakuraba, sem búið er að tilkynna að muni verða sendur til UFC á næstunni. Karo vs Saku er einn mest tasty grappling bardagi sem ég get ímyndað mér í augnablikinu!

Hermes Franca skaust upp í topp-5 í léttviktinni með því að rota Caol Uno, einn af þeim allra bestu í bransanum og er nú með 2-0 record í UFC. Þessi American Top Team meðlimur er sjóðandi heitur, í fyrsta bardaganum sínum náði hann lás á Richard Crunkilton TVISVAR (Crunkilton neitaði að tappa og fór úr lið í fyrra skiptið). Nú þarf Zuffa bara að hysja upp um sig buxurnar og ræsa út BJ Penn, Jens Pulver eða Din Thomas til að kljást við þennan gaur!

Allt í allt frábært card, mörg KO´s, flott submissions og hreint ægilegt rúst í aðalbardaganum. Lengi lifi Randy Couture!!!


2. Pride Bushido: Nýtt tímabil í Japönsku MMA?

Lengi vel hefur Pride trónt á toppi MMA heimsins. Flestir áhorfendur, mestu tekjurnar og bestu bardagamennirnir. Einungis eitt vandamál hefur plagað Pride: Heimamönnum hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í henni. Japanir eru einfaldlega ekki það stórir að þeir geti keppt við Evrópu/Bandaríkjamenn á jafnréttisgrundvelli, og sú staðreynd að Pride er nær eingöngu Þungaviktarkeppni hefur gert það að verkum að varla nokkur einast heimamaður hefur séns á titli í Pride. Sakuraba var helsta stolt Japana en sá draumur entist ekki að eilífu. Það er ekki fyrr en með stofnun Pride: Bushido sem að lægri þyngdarflokkarnir fá þá athygli sem þeir eiga skilið í Japan. Shooto hefur þjónað þeim markaði lengi en einungis 1.000 mann mæta á Shooto keppnir að meðaltali.

Fyrsta Bushido keppnin stefnir líka í að vera alger hreinasta SNILLD, og er þungamiðjan hugtak sem að er alltaf öruggt að fær japanska áhorfendur til að draga fram budduna: Gracie vs Japan. Rígur Gracie-fjölskyldunnar og Japanskra bardagalistamanna er nú orðinn meira en hálfrar aldar gamall, og hefur getið af sér margann góðsagnarkenndan bardagann, Helio-Kimura, Rickson-Funaki, Sakuraba-nokkurnveginn öll fjölskyldan og Royce-Yoshida hafa allir vakið geysimikla athygli í Japan og selt upp íþróttahallir upp að 90.000(!) manns í sæti.

Einnig fljóta með nokkrir þyngri bardagar en fókusinn er sem áður segir mest á millivikt og niður.

Cardið fyrir Bushido er sem hér segir:

Renzo Gracie vs. Carlos Newton
Ralph Gracie vs. Dokonjonosuke Mishima
Daniel Gracie vs. Kazuhiro Nakamura
Rodrigo Gracie vs. Daiju Takase
Ryan Gracie vs. Kazuhiro Hamanaka
Mirko Filipovic vs Dos Caras Jr.
Mauricio Rua vs. Akira Shoji
Sergei Kharitonov vs. Jason Nobunaga
Alexandre Emelianenko vs. Assuerio Silva
Chalid “Die Faust” Arrab vs. Rodney Faverus
Eiji Mitsuoka vs. Chris Brennan

Mikið held ég að GeySuS gleðjist að sá kennarann sinn Chris Brennan taka þátt í þessari keppni sem að er stútfull af topp mönnum. Gracie-strákarnir eru víst búnir að vera að æfa stand-up á fullu og eru staðráðnir í að sýna heiminum að Gracie Jiu-Jitsu er langt frá því að vera staðnað. Japönsku guttarnir eru flestir ungir og efnilegir, sérstaklega Hamanaka sem að rústaði Nino Schembri nýlega í Pride og hefndi þar með fyrir æfingafélagann sinn Sakuraba. Nákvæmlega hversvegna Carlos Newton er að keppa með Team Japan veit ég ekki, síðast þegar ég tékkaði var hann frá Kanada en kannski hann hafi fengið Japanskan ríkisborgararétt útá sín óborganlegu “Dragonball Z” rútínur.

Einnig virðist það vera óskrifuð lög í Japan þessa dagana að ekki megi halda MMA keppni án þess að Mirko Cro-Cop fái að vera með og að þessu sinni tekst hann á við Mexíkanska Pro-Wrestling viðundrið Dos Caras Jr. Búist við snöggum endi á þessum bardaga, maður sem að hefur hakkað í sig Bob Sapp(Í K-1 þó), Heath Herring og Igor Vov í síðustu þremur bardögum á nú ekki að eiga í miklum erfiðleikum með einhvern “mexican masked wrestler” gaur. Mín spá: Dos Caras fær snögga og sársaukafulla kennslustund í háspörkum frá Mirko.

Einnig á cardinu fá menn að sjá frumraunir tveggja nýliða sem að eru náskyldir þekktum bardagamönnum, þ.e litlu bræður Ninja Rua, Hann Mauricio “Shogun” Rua og Alexander Emilienko, lillibró hans Fedor þungaviktarmeistara. Vonandi að þeir opni sinn Pride-reikning með sigrum í þessari keppni.

Með þessu cardi og svo feitu og góðu þungaviktarcardi í nóv-des. þegar Grand Prix-keppnini lýkur er Pride aldeilis að gera góða hluti. Aðdáendur MMA geta svo sannarlega brosað þessa dagana.

3. Hitt & Þetta

*Dan Henderson, Heath Herring, Kazushi Sakuraba og Fujita eru allir á leiðinni í UFC eftir síðustu fréttum, Saku og Fujita sem fulltrúar Pride og Herring og Henderson af því að samningar þeirra eru útrunnir. Ef að þetta gengur eftir þá er það afar góðar fréttir og mörg flott matchup sem að gætu orðið. Hendo er slasaður þessa dagana en ég ér ekki í neinum vafa um það að hann kemur sterkur inn á næsta ári. Nákvæmlega hvernig Saku á að fara að því að keppa í UFC sé ég ekki nema UFC fari til Japan þar sem Saku er haldinn sjúklegri flughræðslu og hefur sagt oftar en einu sinni að hann muni ekki ferðast erlendis til að keppa.

*Skandinavía er að stimpla sig inn í MMA heiminum hægt og sígandi. Joachim Hansen frá Svíþjóð er orðinn Shooto-meistari með sigri á Takanori Gomi, Per-Olav Einmo frá Noregi vann í sínum flokki á Abu Dhabi grappling mótinu síðasta vor og nú síðast vann August Wallen Elvis Sinosec í Svíþjóð, öllum að óvörum.

*Mirko Cro-Cop Filipovich virðist vera hættur keppni í K-1 og farinn yfir til Pride alfarið, hann hefur átt í útistöðum við K-1 vegna þess sem hann kallar “sirkusvæðingu” keppninnar, og bendir á að þegar Bob Sapp, Mike Tyson, Butterbean og álíka trúðar eru orðnar helstu stjörnur keppninnar þá sé kominn tími fyrir alvöru bardagalistarmenn að pakka saman og leita annað. Einnig hefur hann ásakað K-1 um spillingu og að hafa reynt að múta sér til að tapa bardögum. Tap fyrir K-1 en stórsigur fyrir MMA þar sem Mirko er náttúrulega hrein snilld.

Takk fyrir og endilega ræðið innihald þessarar greinar, það er margt sem hægt er að spá og spekúlera í!

Takk fyrir mig
Einar Freestyle