Ég held ég sé búinn að rekast á hörðustu bardagaíþrótt í heimi fyrir utan hnífaslag kannski. Lethwei kallast hún eða Burmese boxing (upprunnið á Burma). Við fyrstu sýn minnir þetta mjög á muyai thai en munurinn er mikill. Það sem aðgreinir Lethwai er eftirfarandi:

1. Engir hanskar, bara vafningar svo að skurðir og allskyns andlitsmeiðsl hljóta að vera slæm.

2. Það er leyfilegt að skalla.

3. Ef keppandi rotast er keppnin ekki sjálfkrafa búin heldur er viðkomandi vakinn, hristur í gang og fær kost á að halda áfram. Engin talning. Þó er bardagi tapaður ef keppandi rotast þrisvar í sama bardaga.

Ég er ekki alveg með á hreinu hvernig takedown eru leyfð í muyai thai en þarna eru öll takedown lögleg og sér maður stundum hvar annar keppandinn lyftir hinum hátt á loft og skellir honum.

Ég rakst á heimasíðu með vhs upptökum úr Lethwai bardögum og þetta er eitt það svakalegasta sem ég hef séð. Adressan er http://www.thaing.net/. Rosaleg vídeo og gaman að skoða þetta og bera saman við annað kickbox. Þarna virðast menn berjast með annarri hugsun en í muyai thai. Allt er lagt í hvert einasta högg og áherslan er á að afgreiða andstæðinginn í einu höggi helst. Margir myndu segja að þetta sé alltaf markmiðið en horfið á mynböndin og þá sjáið þið hvað ég meina. Líklega er það hanskaleysið sem útskýrir þennan mun. Annars nóg sagt um þetta í bili. Myndböndin segja mest. Skemmtið ykkur.

(allar heimildir koma af síðunni sem ég vísaði í)