Nýr landsliðsþjálfari í Poomse (Taekwondo) Frétt fengin frá Taekwondo Ísland www.taekwondo.is.
____________________________________ ________

TKÍ samþykkti samhljóða á síðasta fundi að master Sigurstein Snorrason, 4. dan, verði nýi og einnig fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í Poomse (tækniform í taekwondo). Æfingar munu hefjast innan skamms og er öllum þeim sem hafa áhuga bent á að hafa samband,

Fyrst um sinn verða æfingar vikulega og er stefnt að þátttöku á Norðurlandamótinu 2004 í Finnlandi. Engin lágmörk eru til að fá að mæta á fyrstu æfingar en allir sem áhuga hafa á að spreyta sig verða að hafa fengið samþykki yfirkennara/meistara síns.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag Poomse-keppni og æfinga verða veittar síðar á taekwondo.is.

Texti: Sigursteinn Snorrason
______________________________

Sjá nánar á www.taekwondo.is