Jæja ég er búinn að bíða ansi lengi eftir að einhver skrifi um þetta, en ekkert bólar á því þannig að ég neyðist víst að gera það.

Fyrst langar mig til að óska aðstandendum til hamingju með gott kvöld sem tókst vel í flesta staði. Þetta er eitt stærsta skref fyrir útbreiðslu íþróttarinnar á íslandi hingað til. Einnig vill ég hrósa öllum þeim sem börðust þetta kvöld og voru íþróttinni til sæmdar.

Umgjörðin í kringum kvöldið var yfir höfuð góð, nógur sætafjöldi, lýsing í lagi, kannski of bjart ef eitthvað var en skiptir ekki höfuðmáli. Kannski smá skortur á almennilegri stemningu. Það voru hinsvegar nokkrir hlutir sem fóru í mínar fínustu, númer eitt, tvö og þrjú var Hjalti Úrsus. Næst þegar eitthvað svona verður í gangi er ekki hægt að fá einhvern sem hefur að minnsta kosti hundsvit á hvað hann er að tala um. Hjalti stóð sig hrikalega illa allt kvöldið, ruglandi saman úrslitum, bardögum og keppendum. Hljómaði eins og hann hefði verið dobblaður í þetta þetta sama kvöld. Hjalti er einfaldlega hrikalega lélegur. Ok gott að losna við þetta úr kerfinu.
Annað sem betur mátti gera var í sambandi við þjóðsöngvana, ekkert stórmál þannig séð en þegar sagt er að nú skuli verið spilaðir þjóðsöngvar landana og einu gleymt eða sleppt er einfaldlega óafsakanlegt og ekkert nema skammarlegt.
Einnig fannst mér að reglurnar hefðu mátt vera kynntar fyrir bardagana en ekki í miðjum klíðum.
Í seinasta lagi fannst mér nokkrir bardagarnir ekki nógu vel saman settir, samt giska ég á að það hafi eitthvað verið um reddingar í gangi.

Jæja þá eru kvartanirnar búnar best að koma sér að bardögunum.

Fyrir hlé: Þið reynið kannski að afsaka það en ég man ekki alveg í hvaða röð, eða hverjir voru að berjast við hvern. Anywho, líklega var jafnasti bardagi fyrir hlé slagurinn á milli Óskars og Bjarka. Óskar var mun yfirvegaðri í gegnum viðureigninni og valdi frekar höggin, Bjarki hinsvegar var eitthvað óstýrilátur, mun aggresívari, náði mörgum góðum runum þótt yfir höfuð hafi það ekkert verið það árangursríkari aðferð. Mér fannst persónulega að Óskar hafi átt að taka sigurinn, en Bjarki var mun sýnilegri, dómineraði kannski ekki bardaganum en var samt að ná fleiri höggum inn en Óskar. Jafn bardagi sem fór eins og fór.

Stelpu bardaginn var soldið áhugaverður, Hildigunnur einfaldlega átti hringinn, plain and simple. Hinsvegar finnst mér að hin stelpan hefði aldrei átt að vera þarna. Hildigunnur var einfaldlega í allt öðrum flokki. Þori varla að fara út í þyngdarumræðu hérna ;) en ég held að Hildigunnur hafi haft nokkur yfir hina. Bardagi sem hefði átt að vera stöðvaður fyrr því það er ekkert skemmtilegt að horfa á æfingatíma með hreyfanlegum púða.

Krakka bardaginn var soldið öðruvísi, strákar sem eiga eftir að standa sig vel í framtíðinni. Hinsvegar hefðu þeir aldrei átt að hittast í hringnum. Annar strákurinn var svona 15 kílóum þyngri en hinn. Pörunin var einfaldlega hrikalega slæm, en Hjalti stóð sig eins og hetja þótt við ofurefli ætti. Bardagi sem aldrei hefði átt að vera, en góður reynslupakki fyrir strákana síðar meir.

Bardaginn með Mása og einvherjum sem ég man ekki hvað heitir var þónukkuð jafn framan af. Margt gott að gera sig báðum megin og yfir höfuð frekar góður bardagi. Gott TKO eftir að Mási sem leit út fyrir að vera dauður af þreyti einfaldlega gat ekki haldið uppi almennilegum vörnum og varð að láta sig sigraðan.

Bardaginn með Gauta/Gaui (heyrði það ekki alveg nógu vel) Var frekar einhæfur, fékk á tilfinninguna að andstæðingurinn væri einhver sem hefði verið hringt í daginn fyrir og beðinn um að berjast. G-gaurinn einfaldlega reif hinn í sundur og bardaginn hefði átt að vera stöðvaður fyrr þar sem hinn hafði engann möguleika frá byrjun.

Ef minnið mitt er að standa sig þá er bara einn bardagi eftir, aðrir bara filla uppí ef ég gleymi einhverju, en síðasti bardagi fyrir hlé var mjög skemmtilegur. Gott klapplið hjá öðrum einstaklingnum og frekar góður stemmari. =) Maðurinn með crowdið var helvíti hresslegur að sjá reyndi nokkur spörk sem sjást vennulega ekki inní hringnum sem var mjög skemmtilegt. Allsæmilegur fram og til baka bardagi þangað til annar gat ekki meira. Klapplið virka því miður ekki sem auka stig í bardögum annars hefði farið á annan veg.

Hlé

Eftir hlés bardagarnir voru yfir höfuð mjög góðir, loksins fékk maður að sjá það sem maður kom niðrí Valsheimili fyrir, íslenska víkinga lemja breta ógnina miklu. Það gekk kannski ekki alltof vel.

Bardaginn milli Sarin og Poungsak var mjög skemmtilegur, skiptust vel á höggum og maður fékk loksins að sjá MT takedowns, reyndar fékk maður að sjá rosalega mikið af takedowns, kannski of mikið. Þónokkuð jafn bardagi þótt mér hafi fundist Poungsak standa sig ívið betur, og verð því að vera ósammála dómurunum um að Sarin skyldi hljóta sigurinn. Ég viðurkenni reyndar að frá mínu sjónarhorni var oft erfitt að sjá hvað væri að gerast, því oftast voru þeir í miklum faðmlögum sem gerir erfitt fyrir að sjá greinilega hvað á sér stað inní hringnum.

Eitt sem ég tók sérstaklega eftir í íslensku bardögunum var að bretarnir voru látnir bíða óheyranlega lengi í hringnum. Hvort þetta hafi verið til að reyna taka þau á taugunum eða bara plain showbusiness þá virkaði það ekki allveg eftir áætlun. Þetta var orðið soldið pirrandi að bíða í tæpar 10 mínutur eftir því að einhver kom sér frá dyrunum að hringnum.

Frú knockout fór auðsjáanlega inní bardagann með það að hugarfari að sigra hvað sem það kostaði, því miður tókst það ekki vel upp í hringnum, í fyrstu lotu stóð hún eitthvað í hárinu á Kate en í síðari tveim lotunum þá einfaldlega skein í gegn tæknin í bretahorninu. Frú knockout lét draga sig í það að vera alltof opin fyrir hnéspörkum aftur og aftur og aftur. Þetta var eiginlega skömm að sjá. Hún hefði getað tekið Kate hefði tæknin verið til staðar. Þarsem það var ekki til staðar varð þetta mjög einhæfur bardagi þarsem bretarnir unnu mjög sannfærandi sigur.

Bardaginn milli Arnþórs og Paul var eitthvað hnökrum settur. Bardaginn stöðvaður tvisvar, annað skiptið sýndist mér þegar Arnþór fékk spark í settið, skiljanlegt stopp þannig séð en hitt stoppið skil ég ekki. Eftir það sem mér sýndist vera mjög fallegt backfist högg þá stöðvaði Jimmy bardagann og var eitthvað að ávíta þig, einhver útskýring á þessu væri vel þegin. Bardaginn hinsvegar var þónokkur. Paul var reynsluboltinn hérna og það sást í bardaganum, rematch or not Paul einfaldlega var í öðrum flokki. Arnþór stóð sig þó mjög vel, náði mörgum góðum höggum inn og gafst aldrei upp, en á endanum þá var það reynslan og betri tækni sem vann bardagann. Annar sannfærandi sigur fyrir bretana.

Hápunktur kvöldsins var bardaginn hans Árna, án efa jafnasti bardagi kvöldsins, alltaf nóg að gera og fyrsta sinn allt kvöldið virkilega góð stemmning. Árni átti virkilega í vörn að sækja í fyrstu lotunni, David einfaldlega stjórnaði öllu sem var í gangi. En Árni náði að koma nokkrum inn. Önnur lotan hinsvegar var endureisn Árna, hann náði að festa David inní hornunum og lét svo hnefana sjá um rest. David fékk lítið sem ekkert tækifæri til að athafna sig. Væri til í að sjá Árna nota fæturnar meira en hann tók varla spark í öllum bardaganum. Þriðja lotan og sannkölluð úrslitalota ef dæmt var með IAMTF reglunum (sem kom aldrei fram) þarsem stig eru veitt fyrir lotuna en ekki höggin. Úrslitalotan var hrikalega jöfn. Högg fyrir högg og ekki sást hver myndi sigurinn hafa. Þegar úrslitin voru kynnt þá var létt af einu magnþrungasta andrúmslofti í sögu bardagalista hér á landi. Salurinn sprakk af gleði.

Þannig var það þá 2-1 fyrir bretlandi. Hefðum getað betur en tæknin og reynslan einfaldlega ekki til staðar. Gengur bara betur næst. Endilega komið með ykkar komment ef þið viljið bæta einhverju við.
————————-