Þeir judomenn sem stefna á næstu ólympíuleika eru Bjarni Skúlason og Vernharð Þorleifsson.
Þeir hafa verið hrikalega duglegir að undaförnu og eru nýkomnir úr æfingabúðum í Hollandi.

En það er langt frá því að vera eitthvað grín að vera í æfingabúðum þar því á slíkum æfingabúðum eru staddir nokkrir af bestu mönnum heims í greininni.

Í dag fljúga strákarnir ásamt landsliðsþjálfaranum Bjarna Friðriks og judokvendunum Gígju Guðbrandsdóttir og Margréti Bjarnadóttir til Þýskalands til að keppa í Opna þýska meistaramótinu sem er vel sótt af keppendum víðsvegar að úr heiminum.

Í september fara strákarnir til Japans og taka þátt í heimsmeistarmótinu.


Ég vil óska þeim góðrar ferðar og góðs gengis.