Ég skrifaði smá klausu út af umræðum sem hafa verið varðandi sölu á vörum fyrir bardagalistir hér á netinu og annarsstaðar.

Þegar að við byrjuðum að flytja inn þessar vörur (contact sport/fitnesssport Faxafeni 8) var eiginlega einginn að reyna að þjóna þessum íþróttum. Þegar að við byrjuðum innflutninginn þurftum við að smygla boxvörum í úttroðnum íþróttatöskum til landsins svo að þeir sem stunduðu hnefaleika gætu fengið búnað til að stunda hnefaleika sem þá voru bannaðir, eftir það höfum við reynt að bæta inn vörum fyrir aðrar bardagaíþróttir og er framtíðarstefnan að vera með allar vörur, fyrir allar bardagaíþróttir á einum stað og mér finnst við vera komin vel á veg með það.

við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að það kunna að vera ýmsir vankantar á versluninni þegar að hún er að fara af stað og því eru öllu komment vel þegin, ef að ykkur finnst eitthvað, vanta, látiði mig vita. Verslunin er alger aukavinna og ég hef ekki enn á þessum 4 árum sem ég hef flutt inn vörurnar fengið eitthvað skotasilfur fyrir framtakið og mér er nokkuð sama í sjálfum sér það var aldrei takmarkið en það útskýrir að það geta auðveldlega komið upp vandamál þegar að reynst er að reka verslun sem ólaunað aukavinnu. Verslunin var stofnuð til að þjóna þeim sem stunda bardagaíþróttir, ekki til að græða peninga (lets face it markaðurinn er of lítill til þess að það sé að fara að gerast næstu 10 ár allavega). Ég hef reynt að taka inn vörur fyrir allar almennar bardagalistir og líka þær sem eru nýrri á klakanum eins og muay thai, keypt inn grappling hanska o.s.f.v.

Smá ábending varðandi pantanir á netinu, skoðiði sendingargjaldið, tollin o.s.f.v. það er auðvelt að verða hrifinn af lágu verði sem kemur fram á heimasíðu í Bandaríkjunum þegar að það á eftir að leggja allan kostnað ofan á sem breytir verðinu allverulega.


Ef að það á að vera hægt að reka góða verslun verður að vera smá eining á milli iðkenda um koma með ábendingar og að reyna að styðja þá verslun sem er til í að vinna fyrir þá.