Whu shu art námskeið Kínverjar hafa löngum verið þektir fyrir langlíf og heilbrigða lifnaðarhætti. Í gegnum árþúsundir hafa þeir þróað mjög fullkomnar aðferðir til eflingar líkama og heilsu. Í sumar verður boðið upp á skemmtilegt námskeið fyrir börn á aldrinum 5-14 ára í whushu art sem er ævagömul kínversk bardagaíþrótt. Þetta eru skemmtileg sjálfsvarnarnámskeið þar sem farið verður í gegnum æfingar sem m.a. þjálfa einbeitingu, sjálfsaga og sjálfsöryggi. Kennari á námskeiðinu er meistari í whushu art. Námskeiðin eru aldursskipt. Fyrir hádegi kl. 9:30-11:30 verða námskeið fyrir 5-9 ára og eftir hádegi kl. 13:30-15:30 verða námskeið fyrir 10-14 ára.

Námskeið:
1 10.-20. júní
2 23. júní til 4. júlí
3 7.-18. júlí
4 21. júlí til 1. ágúst
5 5.-15. ágúst

Skráning og verð

Skráning hefst mánudaginn 5. maí og tekið er við skráningu alla daga frá kl. 9 til 18 í Heilsudrekanum eða í síma 553-8282.
Þátttökugjald er 11,900 kr. . Gengið skal frá greiðslu við debet- og kreditkortum og hægt er að greiða í gegnum síma.

Þetta og margt fleira stendur í ÍTR sumarblaði 2003.