Jiu-Jitsu er ein vinsælasta bardagalistin hér á landi. Flestir sem hafa eitthvað vit á bardagalistum vita um hana en fæstir vita hvernig hún varð til. Jiu-Jitsu á langa sögu að baki og það verður að viðurkennast að hún er ekkert voða falleg.

Jiu-Jitsu er talin vera um 2000 ára gömul íþrótt og er oft kölluð “afi” Aikido og Judo. Og sumir halda því jafnvel fram að hún sé afi allra bardagalista í Japan.

Jiu-Jitsu var vopn Samúræjanna. Frá árinu 1532 var Jiu-Jitsu stór hluti af þjálfum samúræjanns. Ef þeir misstu vopnið eða allt annað brást tóku þeir andstæðinginn sinn í lás eða kast og höfðu þá tíma til að draga upp rýting eða eitthvað lítið vopn og stinga því í óvin sinn óvarinn stað. Á milli 17 og 19 öld varð líf samúræjanna rólegra. En það henti oft að Ronins (útlaga samúræjar) réðust á Samúræjanna þegar þeir voru óvopnaðir og urðu þeir þá að geta varið sig. Svo kom punkturinn yfir i-ið þegar samúræjum var bannað með öllu að ganga með sverð 1876. Jiu-Jitsu varð eins mikið vopn samúræjanna og sverðið. Samúræjarnir lærðu beinbrots brögð mjög snemma. Allir samúræjar lærðu köst og lása. Það sem einkenndi síðan Jiu-Jitsu var að Samúræjar þróuðu svokölluð “one-punch-kill” þar sem þeir drápu óvin sinn með einu höggi mjög nákvæmlega á viðkvæmann stað. Þessi brögð voru þróuð með því að gera þau á dæmda fanga. Jiu-Jitsu var svo bannvænt að það var ekki óalgengt að menn sem fóru að keppa snéru aldrei aftur. Svo bannvænt var það að öll hættulegustu brögðin voru seinna bönnuð í keppnum vegna mikilla dauðsfalla.

Sagan segir að maður að nafni Akiyama hafi ferðast til kína til að læra nýjar lækningarleiðir. Þar lærði hann hakuma, bardagalist sem snýst mest um högg og spörk lærði hann líka 28 átta leiðir til að lækna dauðvonandi mann. Þegar hann snéri aftur til Japan hóf hann að kenna nokkrum mönnum þessa list. En vegna fárra bragða fóru mennirnir frá honum og misstu áhugann á því að læra þetta. Pirraður yfir þessu fór Akiyama til musturs til að hugleiða í hundrað daga. Þegar hann snéri aftur sagðist hann hafa fundið 303 mismundandi gerðir lista. Hann fékk hugljómun um þetta þegar hann leit útum gluggann eftir mikinn storm og sá að stórt eikar tré var brotið í tvennt eftir storminn en lítið tré sem var hliðin á því hafði aðeins bognað lítillega. Hann opnaði skóla þar sem hann kenndi þetta og varð hann fljótlega mjög vinsæll, hann nefndi þennan skóla “Yoshin-Ryo” eða trjáar skólinn. Mörg af þeim brögðum sem Akiyama fann uppá blönduðust í Jiu-Jitsu eins og það er í dag.

Jiu-Jitsu er bæði með og án vopna. Hægt er að æfa kobudu þar sem notuð eru vopn á borð við Nunchaku og nánast öll þessi frægu austurlensku vopn. Jiu-Jitsu er oft flokkuð undir íþrótt sem er bara með köst og lása. Það er ekki eins vel þekkt að högg, spörk, olnbogar og jafnvel hnéspörk eru stór hluti af Jiu-Jitsu. Það er talið að sá hluti af Jiu-Jitsu hafi komið frá suður kína. Annar hluti af Jiu-Jitsu er atemi þar sem notuð er læknisfræðileg kunnátta til að ýta á viðkvæma staði líkamans. Jiu-Jitsu krefst ekki mikills líkamlegrar styrkar, Það er í rauninni ótrúlegt hvað létt fólk getur tekið stóra menn og fleygt þeim í jörðina ef tæknin hjá þeim er góð. Þetta gerir Jiu-Jitsu mjög vinsælt hjá kvenfólki líka.

Jiu þýðir mýkt og Jitsu list. Þannig það er hægt að þýða Jiu-Jitsu sem mjúka listin. Það er þó erfitt að hugsa sér hvers vegna þegar maður sér menn taka andstæðing sinn í hrottafullt kast og síðan sársaukafullann lás. Jiu-Jitsu brögðin eru svo áhrifarík að þau geta látið mestu hörkutól grenja um miskun. Jiu-Jitsu er frábær íþrótt og hrottalega áhrifarík sjálfsvörn. Allir sem hafa áhuga á Bardagalistum ættu að prufa Jiu-Jitsu.

Takk fyrir,
Lyrus.