MESTRE BIMBA

Sonur Luiz Cândido Machado og Maria Martinha do Bonfim, Manuel dos Reis Machado betur þektur sem Mestre Bimba fæddist þann 23 nóvember 1899 í bairro do Engenho Velho í Salvador /BA,Brasilíu.
Nicknameið Bimba fékk hann vegna veðmáls milli móður hans og ljósmóðurinnar en þær veðjuðu um það í fæðingunni sjálfri hvort að barnið mundi verða karlkyns eða kvenkyns. Um leið og barnið fæddist og ljósmóðirinn sá hvers kyns barnið var sagði hún ……. Það er strákur, sjáið “bimba” hans (það þýðir kynfæri karlmanns ).
Mestre Bimba byrjaði að æfa capoeira 12 ára gamall undir handleiðslu Afríkubúa að nafni Benthino, en þessi Benthino var stýrimaður á skipi (navigation captain, ég er ekki alveg nógu góður í enskunni JJ ).
Mestre Bimba var og er svo mikilvægur capoeira vegna þess að hann breyti því til lífstíðar. Á tíma þrælahaldsins var Capoeira ekki leyft.
Og jafnvel eftir að þrælahald var afnumið í Brasilíu 13 mai árið 1890 setti forseti Brasilíu, Marechal Deodoro da Fonseca lög þess efnis að bannað var að æfa capoeira um allt land, og viðurlög við þessu banni voru mikil. Samt sem áður var capoeira stundað af fátæklingum, á frídögum, í matarhléum og við svipuð tækifæri.
Óeirðir sem að lögreglan stofnaði til voru algengar. Ofóknirnar og refsingarnar urðu til þess að capoeira hvarf nærru því af götum Brasilíu um 1920. þrátt fyrir bannið, hélt Mestre Bimba áfram og þróaði nýan stýl “Capoeira Regional”.
Hann innlimaði ný brögð og nýja tækni frá Bataque ( mjög brutal grappling martial art sem að hann lærði af föður sínum) jiu-jitsu og box. Capoeira Regional, eða Luta Regional Baiana einsog það er stundum kallað var nú orðið mun líkari bardagaíþrótt en áður, mun áhrifaríkara og skilaði meiri árangri. Eftir að Mestre Bimba sýndi capoeira við höll ríkisins í Bahia sýslu(vona að þetta sé rétt þýtt hjá mér) tókst honum loks að koma Brasilískum yfirvöldum í skilning um að capoeira væri menningararfur Brasilíumanna sem að ekki mætti týnast og árið 1930 voru login sem bönnuðu capoeira feld úr gildi. Árið 1932 stofnaði Mestre Bimba fyrsta opinbera capoeira skólan, Academia-escola de Capoeira Regional í Engenho de Brotas í Salvador Bahia.
Hinnsvegar varð lítil sem engin viðhorfsbreyting á capoeira hjá yfirstétinni í Brasilíu. Til að breyta hinu slæma orðspori sem að capoeiristas höðfu á sér (þeir voru sagðir vera slagsmálahundar, þjófar, morðingar etc.etc.etc.) setti Mestre Bimba nokkrar reglur sem að allir þurftu að lúta. Nemar hans þurftu að klæðast hreinum, hvítum búningi, ná góðum námsárangri í skóla, vera góð fyrirmynd fyrir yngri krakka og svona mætti lengi telja. Þessar breytingar urðu til þess að læknar, lögmenn, lpólitíkusar, efri stéttirnar og konur(þeim var ekki leyft að stunda capoeira fyrr en á þessum tímapunkti) byrjuðu að æfa hjá Mestre Bimba, sem gerði það að verkum að aukinn stuðningur fékst.
Árið 1936 skoraði Mestre Bimba á meistara í öðrum bardagaíþróttum til þess að athuga hvort að stílinn sem hann hafði þróað virkaði. Hann barðist við fjóra andstæðinga, Vítor Benedito Lopes, Henrique Bahia, José Custódio dos Santos (Zé I) og Américo Ciência. Bimba vann alla bardagana. Árið 1937 vann hann sér inn eitthvað skírteini frá mentamálaráðuneytinu. Árið 1942 opnaði Mestre Bimba annan skólan sinn í Terreiro de Jesus – rua das Laranjeiras, nú rua Francisco Muniz Barreto nr.1 og er sá skóli enn starfandi og þar ræður ríkjum einn af lærisveinum Mestre Bimba, Vermelho. Mestre Bimba kendi capoeira í hernum og við lögregluskólann. Síðan þá hefur hann verið kallaður “Faðir nútíma capoeira”. Mikilsmettnir menn á þeim tíma s.s. Dr. Joaquim de Araújo Lima (fyrverandi fylkisstjóri í Guaporé), Jaime Tavares, Rui Seabra, José Sisnando og fleyri voru í nemahóp Mestre Bimba.
Mestre Bimba vann meðal annars fyrir sér sem kolanámumaður, trésmiður, lagermaður, hestaþjálfari og margt fleira, en samt var hann alltaf Capoeirista, risi með sterkan persónuleika. Hann flutti til Goiânia-GO árið 1973 í boði fyrverandi nema venga vanefna og svikinna loforða frá yfirvöldum í Bahia. Ári sienna dó hann,
15 Febrúar árið 1974 á Hospital das Clínicas de Goiânia vegna heilablóðfalls.