fyrst freestyle sendi inn þessa brill grein um andy hug þá ákvað ég að fylgja eftir með eina legend líka, fannst viðeigandi ef ég kæmi með eina frá minni bardagalist…

Nahy er án efa frægasta goðsögn thai-boxins, saga um venjulegan mann sem verður þjóðarhetja lands síns.

Nahy var einn af betri boxurum siams (thailands) á sínum tíma (kemur ekki fram hvenær) þegar einn daginn hann og fleiri aðrir thai-boxarar voru teknir til fanga af her Burma í einni af mörgum innrásum Burma á þessum tímum.

þegar þeir voru fluttir til baka , stakk herforingi Burmaveldis uppá við Ungwa (kóng Burma) að velja einn thai-boxara til þess að verða drepinn í hringnum af burmese boxara til að sanna mikilfengleika Burmaveldis. Kónginum fannst það góð hugmynd og var því ákveðið að velja einn thai-boxara til þess að berjast við 12 bestu burmese boxara (bando-boxers) uppá líf og dauða, og ef hann skyldi gefast upp yrði hann að þjóna kónginum sem þræll það sem eftir væri og sverja hollustu við Burma.

Fyrir tilviljun var Nahy Khanom Thom valinn til þess að berjast fyrir hönd heiðri thailands, og gerði hann sér grein fyrir því hann væri ekki aðeins að berjast fyrir lífi sínu heldur heiðri thailands..

keppnin var því ákveðin þannig að á einum degi ætti Nahy að mæta 12 bestu Bando-boxurum Burma og sigra, ella deyja eða lifa sem þræll í skömm og skugga Burma.

Svo í bráðum bardaga við óvininina sýndi Nahy enga miskunn er hann fleygði hverri bombunni á eftir annari í bando-boxarana og sýndi ótrúlega grimmd og jafnframt úthald, er hann myrti alla 12 burma bardagamennina á fætur eftir öðrum í hringnum á einum degi.
Kóngurinn varð forviða að sjá alla sína bestu menn falla fyrir hendi Nahy svo auðveldlega en jafnframt sýndi hann aðdáun af hugrekki hans, svo hann veitti honum frelsi og gaf honum eina ambátt sína sem gjöf til hans.

en þann dag í dag er 17 mars haldinn hátíðlegur sem opinber Muay thai dagur til heiðurs sigri Nahy Khanom Thom.