Samhvæmt fréttatilkynningu frá ÍSÍ, og frétt á mbl.is, hefur formaður Hnefaleikanefndar ÍSÍ sagt upp starfi sínu, og nefndin leyst upp. Ástæðan er ákvörðun forsvarsmanna Hnefaleikafélags Reykjavíkur (HR), en tveir þeirra sitja í nefndinni, að hundsa eigin samþykktir og marg gefin loforð um að efna ekki til keppni í Muay Thai og Frjálsum bardaga MMA. Enn eins og allir vita hér á huga fór þetta mót fram 8. mars í Laugardalshöllinni.

Muay Thai er bannað samhvæmt eldgömlum landslögum á Íslandi, eða frá 1956. Ólympískir hnefaleikar (áhugahnefaleikar) eru hinsvegar leyfðir sérstaklega með lögum frá 2002.

Málin voru rædd á framhvæmdastjórnar fundi ÍSÍ á hádegi í dag. Þetta mál þykja mjög alvarlegt innan ÍSÍ og segist framhvæmdastjórn skilja ákvörðun Ágústs Ásgeirssonar varðandi uppsögn sína. Hann sagði af sér sem formaður Hnefaleikanefndar ÍSÍ í dag.

Nú spyr ég:
Er þetta eitthvað sem kemur til með að skaða umfjöllun um Boxið? Eða kemur þetta til með að skaða allar bardagalistir?

Það væri gaman að heyra hvað forsvarsmenn 8. mars hafa að segja um málin.

Athugið að ég er ekki á móti einu eða neinu persónulega, hefði sjálfur vilja sjá þessa sýningu/keppni en komst ekki. Ég vil bara fá málefnalega umræðu hérna varðandi málið.

Komið með ykkar mat á málinu hérna.

Nánari upplýsingar eru á www.isisport.is og www.mbl.is.