Ingólfur, Edda og Andri fóru á “Estonian Open” núna um helgina. Þegar þetta er skrifað hafa Ingólfur og Edda lokið keppni. Þau náðu ekki verðlaunum en stóðu sig mjög vel. Mótið er mjög sterkt, 12 þjóðir með opinber landslið og eftir laugardaginn hafa Rússar, Eistlendingar, Svíar og Finnar verið atkvæðamestir. Andri keppir í -70 kg. flokki junior á morgun (sunnudag) og vonandi nær hann að gera það sem Allan Busk landsliðsþjálfari hefur lagt upp með.
Mótið er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir EM í vor en nokkur mót eru á næstunni.
Þess má einnig geta að Ingólfur mun keppa næstu helgi í hnefaleikum fyrir Hnefaleikafélag Reykjavíkur gegn Dönunum sem eru að koma, þ.a. vonandi kemur Estonian open honum í keppnisgírinn fyrir það.