Loksins alvöri bardagakvöld 8.mars í höllinni! Eins og ég lofaði hér á netinu ekki alls fyrir löngu fara nú allir sannir áhugamenn um bardagalistir að fá eitthvað að horfa á hér á klakanum. Þaðð 8. mars mun verða bardagakvöld af bestu gerð, Bob Schijber kemur hér til að kynna freefight, Bob hefur 130 bardaga á bakinu í kickboxi og freefight auk þess sem hann hefur keppt í cagefight, vale tudo, tekið þátt í pride og öllum tegundum af bardagakeppnum. Bob kemur með konunni sinni Irmu sem hefur sjálf barist tugi bardaga (hún er alltaf í horninu hjá honum) og unnið ýmsa titla, hún skorar hvaða íslenska karlmann sem er á hólm í hringnum svo strákar ef þið þorið þá látiði mig vita!

Bob sem þjálfar ótal fightera en þeirra þekktasturer kanski Rodney Faverus, en bob sjálfur er að fara að berjast við Igor Vovchancyn þann 8. júní í Amsterdam, en Bob kemur með einn af sínum mönnum til að berjast til að berjast fyrsta freefightbardagann á Íslandi.

Marco Merodio heitir Hollendingurin og er fer hann á móti Dananum Thomas Frederiksson sem kemur frá þjálfaranum Brian Talarek sem stendur fyrir Viking fight keppnunum í danmörku.

Síðan verður annar svakalegur muay thai bardagi þar sem Árni Ísaksson úr pumping Iron fer á móti Freddie Aardenburg frá Team Schrijber. Árni ætti að vera í góðu formi því af því sem ég hef heyrt rotaði hann andstðing sinn núna síðast á 48 sekúntum.

Þarna verður box, muy thai og freefight, ég er búinn að fá alveg haug af gagnrýni fyrir að standa fyrir freefightinu og muay thai bardögum svo ef þið ætlið að væla sleppiði því, mætiði bara 8. mars og dæmið sjálf hvernig þetta er!