þá er ég kominn heim frá London loksins eftir að hafa sofið á flugvellinum síðustu nóttina :(

ég hefði sent fyrr ef öll net-caféin hefðu ekki lokað svona snemma þarna sem ég var…

15.feb.
ég, árni og ása liggjum inná hótelherbergi allan daginn og gerum ekkert til að slaka á og borða sem minnst og spara orkuna.. ekkert annað gerist þennan dag þangað til við sofnum..

16.feb.
9:00
við vöknum öll snemma (ég, árni, ása, óskar og gummi) og förum niðrí ko-gym og slökum á.
klukkan 2 er vigtunin í York Hall og bæði ég´og árni mælumst 73 kg og þaðan er hlupið beint niðrá KFC og étið..
restina af deginum er eytt í að horfa að fólkið vinna við umstangið í kringum mótið… rosalega flott.. ekki stór staður, en rúmar mjög mikið af fólki og gott andrímsloft, minnir á gamalt leikhús… svo kom bömmer.. ástæðan fyrir að Árni er ekki á neinu fight schedule á netinu er sú að andstæðingur Árna (Steve Walton) var fenginn með stuttum fyrirvara, en hann ákvað einnig að ekki láta sjá sig… svo 3 tímum fyrir mót átti að aflýsa Árna bardaga en það bara gekk ekki upp svo það var drifið sig í að finna eitthvern í staðinn fyrir steve og fundinn var einn 72 kg thai-boxari, sem var búinn að æfa í 3 mán skildist mér, þokkalega massaður, svo það reddaðist fyrir horn, eftir það var farið í læknisskoðun og hitt hina fighterana og skipt um föt o.þ.h…. og svo rétt fyrir mótið kom channel 5 og tók viðtal við mig, árna og jimmy ! :)

18:00
búið að vefja okkur og gera tilbúna og þá var bara að horfa á smá LIVE-MUAYTHAI af 4.bekk :) bara vá allur tilburðurinn í kringum þetta var rosalegt, öll lýsingin, allir dansa wai khruu, stappað af áhorfendum og fólk kallandi, þetta var rosalegt og stressið byrjaði að kicka inn :)

ca 19:00
árni var inní búningsklefa (sem var merktur the rebublic of icelandic team (svo nöfnin fyrir neðan))að hita upp allur klæddur svo fór hann í hringinn eftir að hann var kallaður upp..
ég man að ég var að setja á mig hanskana og gægðist útaf sviðinu fram og sá árna lumbra á honum á 48 sek. WELL DONE :)
það var einn bardagi á milli þangað til ég var kallaður upp
og ég man eftir að hafa labbað inní hringinn, ég man eftir að hafa dansað wai krhuu svo man ég eftir að allt var einsog draumur og ég man ekkert eftir bardaganum, það sem ég náði að skrapa saman frá mér, kærustunni minni, vini mínum og paul(andstæðingnum) var að við snertum hanska rukum í hvorn annan ég tók vinstri krók og vankaði hann, hann kýldi í skrokkinn og við fórum í clinching upp við kaðlana og duttum ofana á hvorn annan svo var ég að sparka og kýla hann við kaðlana hinum megin, missi hendurnar niður og BÚMMMMM
fæ þrusu krók með hægri (blindandi sagði hann) í mig og dett niður
allur ringlaður reisi mig við kaðlana, ég man eftir að dómarinn spurði mig hvort ég gæti haldið áfram ég sagði já en var ennþá vankaður, en þar sem þetta var under card fight þá stoppaði hann bardagann og paul dæmt sigurinn… ég alveg missti mig í bardaganum, það er ekkert smá SKRÝTIÐ og ÓRAUNVERULEGT að keppa svona í hring, og hafa í raun aldrei keppt neitt af viti áður á meðan Paul (andstæðngurinn) hefur keppt á 13 stórum mótum áður og FULLT af local bardögum, nýkominn frá æfingarbúðum í thailandi og eina sem hann vinnur við er að reka ko-gym og þjalfa frá kl. 15:00 á daginn… því frá klukkan 10:00 á morgnana æfir hann sig með gaur sem hefur keppt í K-1:UK til klukkan 15:00 á daginn… aðeins meira ring-experience hans meginn :)

en ég verð að segja að ég gæti ekki verið ánægðari með reynsluna sem ég fékk á þessu móti! núna er ég búinn með fyrsta (erfiðasta) skiptið mitt… fékk worthy opponent, sem vill endurtaka þetta því honum fannst ég hafa staðið mig það vel að hann vil slást aftur til að finna hvað ég gæti (aldrei að marka fyrsta skiptið sagði hann)… jimmy talaði við WMC promoter og fékk mót fyrir mig í BANGKOK í september.. og er núna að fara reglulega til UK að æfa með Paul og Leon (K-1) í ko-gym… er að spá í að taka þátt í boxmótum hérna á klakanum (þarf að æfa mig að halda höndunum uppi)

20:30
horft á steven wakeling vinna Ying yai og taka við beltinu

árni er að fara að keppa á móti hollenskum kickboxara í mars í laugardalshöllinni…

svo allir ánægðir eftir þessa för og maður er kominn með eðal-ring experience eftir fyrsta bardagann, og veit að ég mun standa mig betur næst fyrst þetta er búið :)


p.s. Ísland er núna komið í skrá hjá WMC (world muaythai council :)


sorry ef þetta er langdregið ðg leiðinlegt, er búinn að vera vakandi í 37 tíma núna

takk