Björn fékk gull á American Eagle Classic mótinu Grein fengin af Taekwondo Ísland www.taekwondo.is
_____________________________________ ____________

Björn fékk gull á American Eagle Classic mótinu

Björn Þorleifur Þorleifsson taekwondomaður úr Björk Hafnarfirði sigrar á stórmóti í Bandaríkjunum þann 2. febrúar síðastliðinn.

Þjálfari Björns á mótinu var Master Kyung Sik Park 6.dan, fararstjóri var Jón Ragnar Gunnarsson.

Mótið var haldið í Denver Colorado og ber nafnið “11th American Eagle Classic”.

Á mótinu voru um 500 keppendur hvaðanæva að úr Ameríku.

Björn háði þrjár viðureignir og vann þær allar á mjög sannfærandi hátt.

1. bardaginn fór 7-0 fyrir Birni
2. bardaginn fór 7-1 fyrir Birni (undanúrslit)
3. bardaginn fór 6-2 fyrir Birni (úrslitabardaginn).

Björn vann fyrsta sætið í sínum flokki. Að auki var Björn valinn besti bardagamaður mótsins og hlaut sérstök peningaverðlaun fyrir.

Þess má geta að Björn stefnir hraðbyr að því að keppa á ól.2004 í Aþenu. Þátttaka Björns í mótum erlendis er mjög mikilvæg vegna undirbúnings fyrir ólympíuleikana í Aþenu 2004.

Þess má geta að Björn fékk fyrr á árinu úthlutað afreksmannastyrk frá ÍSÍ að upphæð 60.000 krónur á mánuði í 12 mánuði.

Með kveðju,
Jón Ragnar Gunnarsson
Yfirþjálfari Ármann og Björk TKD.