Á æfingu með Ernesto Hoost
Ég kom frá Hollandi á þriðjudag þar sem ég (og Sigurjón Gunnsteinsson) féngum tækifæri á að fara á lokaða æfingu hjá Vos gym í Amsterdam. Vos gym er eitt alþekktasta kickbox gym í heiminum og þar fer fremstur í flokki jafningja Ernesto Hoost eða “Mr perferct”.

Ernesto var heimsmeistari í Savate, heimsmeistari í Thaiboxi og hvorki meira né mina en 3 sinnum hefur hann sigrað k1 keppnina í japan, Ernesto er nálægt því að vera dýrkaður sem guð í japan og ekki af ástæðulausu að hann fékk viðurnefnið “mister perfect”. Þarna er líka stjarna á hraðri uppleið í kickboxinu Jerrel Venetiaan góður vinur minn sem er nýorðin Hollandsmeistari í K1 keppninni. Það var vægast sagt frábært að fá að æfa með þeim bestu og ég á von á Jerrel hingað til landsins í kringum mánaðarmór febrúar-mars og ef áhugi er fyrir hendi væri hann til í að taka æfingu með hóp, ég mun auglýsa það sérstaklega þegar að nær kemur.

Ég var nokkuð hamingjusamur að sleppa út með helblátt læri eftir eftir æfinguna en Sigurjón rúllaði út með brákuð rif eftir bombu frá 115 kg trölli sem gengur undir viðurnefninu “bonecrusher” en á laugardagskvöldinu horfðum við á hann fótbrjóta andstæðing sinn í hringnum eftir 10-15 sekúntur svo ég var bara nokkuð sáttur að sleppa út óbrotinn.

Fyrir þá sem vilja kynna sér meira um K1, kickbox eða aðrar hringíþróttir bendi ég á afbragðsveftímarit http://www.man-magazine.com/uk/.

Viðtal við Ernesto Hoost er að finna á http://www.man-magazine.com/uk/2002/11/ringsports/2002, 11,1,298,1.php

Hvað er annars að frétta af mma arts málum og segið mér hvað er að gerast í kickboxi hér á klakanum???