Hér er stuttur útdráttur á sögu og þróun Pankration í
Grikklandi til forna. Heimildir teknar af síðunni
www.spartanacademy.com þar sem einnig er margt fróðlegt
að finna s.s upplýsingar um kennslu á Boston svæðinu o.fl
merkilegt í sambandi við þessa heillandi bardagalist.

Hvað er Pankration

Pankration, borið fram pan-crat-ee-on upp á gríska mátann
eða pan-cray-shun á ensku er ævaforn hellenísk(grísk)
bardagalist sem á sér 3000 ára sögu. Í beinni þýðingu þýðir
orðið “allir kraftar” eða í örlítið breyttri merkingu “allar aðferðir”,
Pankration var fyrsta hybrid bardagalistin sem sögur fara af
sem að sameinaði standandi bardaga og gólfglímu aðferðir.
Hún var hornsteinn fyrstu Ólympíuleikanna og fyrstu sagnir
um Pankration sem ólympíugrein eru frá 33.
Ólympíuleikunum árið 648 f.kr.

Samkvæmt goðsögnunum var það Theseus, sem að notaði
högg og glímu hæfileika sína til að sigra Mínótárinn í
völundarhúsinu og Herakles(Herkúles) sem að voru guðfeður
þessarar listar. Af ýmsum ástæðum fór Pankration
hnignandi sem íþrótt í Grikklandi og lá í dvala í margar aldir.
Einnig er talið að Pankration hafi haft sterk áhrif á
austurlenskar bardagalistir s.s Karate og Kung Fu og borist
fyrst til Indlands og þaðan til Kína og annarra Asíulanda með
hermönnum Alexanders Mikla árið 336 f.kr

Reglur forn-ólympískra Pankration

Pankration komst eins nálægt “allt-er-leyft” keppni og nokkurt
menningarsamfélag hefur nokkurntímann leyft. Einungis bit
og pot í augu og önnur líkamsop voru bönnuð, og Spartverjar
leyfðu það einnig (!)

Reyndar voru til tvö form af Pankration: Ano eða Orthostadin
Pankration krafðist þess að báðir keppendur stæðu uppréttir,
og svipaði að mörgu leyti til Muay Thai Kickbox. Samt mátti
einnig ná lásum á meðan þeir kröfðust þess ekki að
keppendur færu í gólfið(erfitt) Þetta var talin hættuminni
útgáfa og var aðallega notuð fyrir undankeppnir.
Kato Pankration aftur á móti leyfði allt, og keppni endaði
einungis með rothöggi, dauða eða ef að annar hvor keppandi
lyfti upp hendi sem merki um uppgjöf.

Dauðsföll voru algeng í Kato Pankration, og þær fáu reglur
sem að notaðar voru var framfylgt af Hellanodikis(dómara)
sem að var vopnaður priki til að refsa fyrir brot á reglun eða til
að hvetja keppendur til að halda sig við efnið í glímum.

Pankration tækni

Staða Pankrationista var yfirleitt bein eða örlítið hallandi fram,
með hendurnar uppi til að vernda andlit en þó ekki eins
nálægt andliti eins og í boxi. Lófarnir vísuðu fram og
hendurnar voru hálfopnar, þannig að þeir gætu jafnskjótt
kreppt þær til að slá eða gripið andstæðing. Aðal tæknir
Pankrationista voru högg(pygmis), spörk(laktisma), hné(gyo),
köst(rassein) og ýmiskonar kyrkingartök og lásar sem voru
aðallega notuð á jörðinni. Forn málverk og styttur sem að
sýna Pankrationista etja kappi gefa til kynna að vinsæl brögð
hafi verið bein áfram hælspörk í hnén, að sópa fótunum
undan andstæðingnum og hið ógurlega klimakismos, sem
að er í dag þekkt sem rear naked choke.

Þjálfun Pankrationista

Pankrationistar þjálfuðu í sérstökum húsakynnum sem að
hétu Palestra, og sama nafn var notað yfir keppnishringinn og
er notað enn í dag. Þeir lögðu miklar áherslu á þolæfingar
og lyftingar ásamt formi af skuggaboxi sem að þeir kölluðu
Skiamachia. Einnig voru leðurpokar fylltir með sandi eða
korni(korykos) sem að voru óspart notaðir til að byggja upp
högg-og spark tækni. Sparrað var með hönskum úr leðri
sem voru fóðraðir að innan með kinda-eða geita ull(spheres)
og leðurhjálmum(amphotides) og var lögð sérstök áhersla á
sparring þegar nær dró Ólympíuleikum.

Nafntogaðir Pankrationistar

Pankration og iðkendur hennar gáfu Grikklandi margar
goðsagnir sem að sumar hverjar eru örugglega ýktar, en eiga
sér þó stoð í raunveruleikanum. Sagan af Aþenumanninum
Dioxxoppus er gott dæmi um hæfileika þjálfaðra Pankration
iðkenda. Á meðan á herför Alexanders Mikla gegn Persum
stóð var Dioxxoppus skoraður á hólm af Makedóníska
stríðsmanninum Coragus.
Coragus mætti til einvígisins í fullum herklæðum og vel
vopnum búinn. Dioxxoppus mætti á svæðið nakinn,
olíuborinn og einungis vopnaður lurk sem að hann greip með
sér. Eftir að hafa vikið sér undan kastspjóti og blokkað högg
frá návígislensu með kylfunni nálgaðist hann Coragus sem
að dró upp hníf. Dioxxoppus felldi andstæðinginn og stökk á
hann liggjandi. Eftirleikurinn var auðveldur og
Makedóníumennirnir sem safnast höfðu saman til að fylgjast
með sínum manni voru afar hissa og báru mikla virðingu fyrir
Pankrationistum eftir það. Pankration þjálfun varð
skyldulærdómur eftir þetta í her Alexanders.

Annar frægur Pankrationisti, Polydamos af Scotussa í
Thessalýu barðist við og drap þrjá Immortals, elítu-lífverði
Persakonung í einu í því sem átti að vera vináttuviðureign.

Eftir að Rómverjar sigruðu Grikki þá átti Pankration undir högg
að sækja þar sem að Rómverjar voru það blóðþyrstir að
óvopnaðar viðureignir höfðuðu ekki til þeirra. Staðfest er að
Pankration viðureignir attu sér stað í rómverskum
hringleikahúsum skömmu eftir fall Grikklands en Rómverjar
voru fljótir til að bæta inn hinum mjög svo andstyggilegu
Caestus, hönskum sem að voru vafðir járn böndum og
stundum einnig með göddum á til að auka blóðflæði
keppenda.

Þegar kristni komst á í Grikklandi var Pankration opinberlega
bannað og Ólympíuleikarnir lögðust af. Það er ekki fyrr en
upp úr 1960 sem að Jim Arvantis, grísk-bandarískur boxari og
greco-roman glímumaður fer að rannsaka sögulegann
uppruna þessarra íþrótta og enduruppgvötvar þessa fornu
íþrótt. Eftir miklar rannsóknir og lestur fornra handrita og
stúderingar á gömlum veggmyndum fer hann að púsla sama
heilstæðu bardagakerfi sem að hann kallar Mu Thau
Pankration (Mu Thau er einungis stafirnir M og T á Grísku og
stendur fyrir Martial Truth). Eftir að hafa lengi reynt að koma
þessari speki á framfæri(nauðsyn þess að æfa bæði
standandi og á jörðinni) þá er það ekki fyrr en upp úr 1990
með vaxandi vinsældum keppna á borð við UFC sem að Jim
Arvantis er að fá verðskuldaða viðurkenningu fyrir starf sitt.
Með því að endurvekja forna tíma var hann í raun á undan
sinni samtíð.

Nútíma Pankration er samt sem áður langt frá því að vera
staðnað. Frá upphafi var það ætlun Arvantis að allt sem að
virkar eigi sér sinn réttmæta sess í Pankration. Þess vegna
er jafnmikil áhersla lögð á tækni sem er ekki beinlínis ættuð
úr Pankration(svo sem Jiu-Jitsu lásar og Muay Thai
roundhouse spörk og spinning back fists) eins og
“hefðbundin” Pankration lása og högg. Allt sem virkar, opið
fyrir öllu en samt byggt á gömlum heimspekilegum grunni og
hinum Ólympísku hugsjónum um heilbrigða sál í hraustum
líkama og virðingu fyrir andstæðingum sínum.


Eftirmáli

Ég vona að þessi grein hafi verið ykkur til fróðleiks og
skemmtunar, og ég verð að segja að heimspekin og æfingar
mynstrið bakvið Pankration höfðar mjög til mín. Einnig, án
nokkurrar vanvirðingar við hinar austurlensku hefðir finnst mér
kominn tími til að við Evrópubúar áttum okkur á að við eigum
okkar eigin menningararfleifð hvað bardagalistir varðar sem
þarf að hlúa að. Grikkir höfðu mikil áhrif á menningu Evrópu
og glímuform Kelta og Skandinava er örugglega að miklu leiti
ættuð þaðan. Kannski okkar rammíslenska glíma sé
einungis vægara forma af takedown-tæknum ættuðum úr
Pankration?

Pælið í því…..

Freestyle