Magnað nú eru liðnir um 3 mánuðir síðan ég reif mig upp af rassgatinu og upp í Taekwondo sal að koma mér í form. Nú loksins finn ég að ég er að uppskera árangur erfiðis og allt er að koma aftur.

Ég var ágætur í sparring og með fína tækni (held ég:)). Keppti á nokkrum mótum innnanlands sem og erlendis með misjöfnum árangri. Þegar ég byrjaði aftur var eins og ég hefði aldrei hreyft á mér rassgatið og það tók mig eins og áður segir þessa tæpu þrjá mánuði að koma mér aftur í formið og finna tímasetningu. Nú er ég farinn að æfa aftur 10-15 tíma á viku og hef sjaldan haft jafn gaman af Taekwondo -inu. Nú er ég að komast í ágætis keppnisform og get ekki beðið eftir að keppa. En nú sýnist mér að það sé ekki mót fyrr en 9. mars. Sem er eiginlega ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þessa grein.

Mér finnst orðið vanta aðhald við sparring hlutann af Taekwondo hér heima. Það er augljóst mál að æfingin skapar meistarann en það að sparra í æfingasal er allt annað en að sparra á móti. Auðvitað eru allar æfingar góðar en til að fá sem besta reynslu í sparring þýðir ekkert annað en að sparra (á móti).

Að mínu mati ættu að vera fleiri mót og félögin mættu líka halda opin innanfélagsmót þar sem hægt væri að bjóða ákveðið mörgum úr öðrum félögum til sín að keppa. Eitt mót á mánuði fyndist mér lágmark, en skil þó sjónarmið mótshaldara þar sem þátttaka hefur verið mjög dræm á síðustu mótum, þar koma innanfélagsmótin inn. Ég veit að þetta var gert í einhverjum félögum þó að það væri ekki opinn aðgangur. Þessi mót hafa lítið að segja út á við en styrkir hvern þátttakenda gríðarlega persónulega.

Með von um fleiri mót í framtíðinni og betri aðsókn á þau.
Takk fyrir

P.s. Greinarhöfundur er með rautt belti en byrjaði að æfa fyrir rúmlega 3 árum síðan.
jollyboy6