Ég hef mikið verið í Hollandi undanfarin ár og fylgst þar með sporti sem kallast freefight. Þar er barist í hring með þunna hanska opnum fyrir fingur, það má bæði beita höggum, sporkum og glímutökum. Þetta er blanda þar sem allar bardagaíþróttir koma saman í eina, það er vægast sagt frábært að fylgjast með þessu sporti.(þetta er ekki alveg jafn brútal og það hljómar því það eru reglur þótt þær séu ekki margar blaðsíður t.d. má ekki sparka í höfuð liggjandi manns, ekki slá með olnboga eða skalla t.d.)

Ég spyr nú íslenska áhugamenn um bardagaíþróttir eru eitthverjir sem fylgjast með freefightinu eða myndu hafa það sem þarf til að fara í hringinn???????????