Þess mynd var tekin á ferðalagi þann 22.Október 2006 að Geysi. Strokkur var nýbúinn að gjósa og er myndin tekin á þvi augnabliki í gegnum gufuna frá honum.Myndin er tekin á vél sem heitir Canon IXUS 400 og hún er 4.0 Mega Pixels.
Snillingarnir frá Blue Microphones hafa gefið út fyrsta pro USB hljóðnemann. Hann er cardioid, cardioid með -10dB pad og omni sem þýðir að hann er hentugur í allt frá lágu tali yfir í heila hljómsveit, heima eða í stúdíói. Hann var hannaður með tölvu vinnslu og Podcast í huga… Sem gæti útskýrt hvíta litinn? Blue Microphones hafa frá upphafi verið með hljóðnema sem ekki er séns að rugla saman við einhvern annan hljóðnema því útlitð er mjög svo auðþekkjanlegt. Þessum mic fylgir standur fyrir skrifborðið. Þú tengir hann beint í usb á tölvunni þinni og þarft EKKERT annað forrit. Þetta er sannkallað tímamótaverk.